Getur samt vanist ágætlega...

Annar frídagur í röð, það hefur ekki gerst lengi. Nema nú í dag er ég farinn að fíla það ágætlega að vera bara á tjillinu og gera sem minnst.

Í gær dreif ég mig á frumsýningu hjá Peðinu á Grand Rokk. Skemmst frá að segja að þetta er þrususkemmtileg sýning á fremur innantómu leikriti. Það kemur þó ekki að sök, maður er ekkert að setja sig í bókmenntastellingar þegar Jón Benjamín er annars vegar.

Stefán Berg fer algerlega á kostum sem Leppur á magabol og frábært að sjá hvað stelpurnar í leikhópnum sýna skemmtilega takta þegar þær fá loksins alvöru hlutverk - ekki bara að vera druslulegar bakraddasöngkonur eins og í Barperu og Jólaperu. Í heildina vel gert hjá Guðjóni og ég mæli með að allir drífi sig að sjá þetta stykki. Sýnt á Grand Rokk allar helgar fram að jólum.

Svo er bara að nota daginn áfram í að safna kröftum fyrir næstu viku - nú eru bara 14 vinnudagar eftir og þá er maður kominn í jólafrí! Jibbí!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu