28 desember 2007

Óléttuþema í jólagjöfum

Það var semsagt Rósa sem fékk námskeið í meðgöngujóga, dekurdag fyrir óléttar konur... og auðvitað fótlaga skó.

Svo gaf hún mér skyrtu sem var 2 númerum of stór.

"Ég veit ekkert hvaða stærð þú notar!" sagði hún.

Skyrtan var XXL.

Annars erum við að skreppa til London á eftir, verðum þar yfir áramótin, kíkjum í búðir, leikhús og á tvo fótboltaleiki.

Sjáumst 2008 amigos!

Engin ummæli: