08 desember 2007

Nýr gay skemmtistaður opnar í Reykjavík í kvöld

Þar sem áður var litli ljóti andarunginn hefur Steini Díva opnað skemmtistaðinn Black.

Bókmenntafræðilega sinnaðir lesendur ættu að hugleiða að sjoppunni Svarta Svaninum við Hlemm hefur verið lokað. Coincidence?

Steini, sem er bæði lítill og ljótur en ekki andarungi, lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum að staðurinn eigi að vera eins og gamla Spotlight, enda hafi ekki verið almennilegur gay skemmtistaður í Reykjavík síðan Spotlight lokaði. Og hann l0far öllu fögru um nýja staðinn (án þess að minnast á að hann er 67 fermetrar) - "Við ætlum að vera með draggsýningar og allskonar uppákomur, bera barstráka og þemakvöld."

Svo er hann spurður hvers konar þemakvöld hann hafi í huga.

"Ó, guð!... ég er bara ekki búinn að plana það. En það verður eitthvað rosalega skemmtilegt."

Engin ummæli: