Fyrsti Apríl
Rósa vaknaði snemma í morgun, en ekki eins snemma og ég. Þegar hún vaknaði var það fyrsta sem hún sagði:
"Mig dreymdi súkkulaðiköku! Mig langar í súkkulaðiköku!"
Svo ég greip tækifærið og sagði henni að það væri súkkulaðikaka handa henni frammi í eldhúsi.
Samt ekki eins vel heppnað aprílgabb og þegar Chris þurfti að fara til Keflavíkur að ná í systur sína í flug. Við höfðum setið saman á Nelly's að horfa á Arsenal leik og þegar hann þurfti að yfirgefa okkur í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Arsenal.
Þess ber að geta að við HÖTUM Arsenal.
Nú, svo fer Chris og seinni hálfleikur byrjar og þegar það er liðið korter af honum þá sendi ég Chris eftirfarandi sms:
"Arse 3-1 Charlton"
...og svo tíu mínútum síðar sendi ég annað:
"Arse 3-2 Charlton"
...og nokkru síðar eitt í viðbót:
"Arse 3-3 Charlton"
...og að lokum:
"Arse 3-4 Charlton"
Þá hringdi síminn minn og það var enginn annar en Chris, sem sagði eitthvað á þessa leið:
"YEEESSSS!!!!! FUCKING ARSENAL!!! THERE IS A GOD!!!!"
...og það var þá sem ég benti honum kurteislega á það hvaða dagur væri. Staðan var auðvitað enn 3-0.
"Mig dreymdi súkkulaðiköku! Mig langar í súkkulaðiköku!"
Svo ég greip tækifærið og sagði henni að það væri súkkulaðikaka handa henni frammi í eldhúsi.
Samt ekki eins vel heppnað aprílgabb og þegar Chris þurfti að fara til Keflavíkur að ná í systur sína í flug. Við höfðum setið saman á Nelly's að horfa á Arsenal leik og þegar hann þurfti að yfirgefa okkur í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Arsenal.
Þess ber að geta að við HÖTUM Arsenal.
Nú, svo fer Chris og seinni hálfleikur byrjar og þegar það er liðið korter af honum þá sendi ég Chris eftirfarandi sms:
"Arse 3-1 Charlton"
...og svo tíu mínútum síðar sendi ég annað:
"Arse 3-2 Charlton"
...og nokkru síðar eitt í viðbót:
"Arse 3-3 Charlton"
...og að lokum:
"Arse 3-4 Charlton"
Þá hringdi síminn minn og það var enginn annar en Chris, sem sagði eitthvað á þessa leið:
"YEEESSSS!!!!! FUCKING ARSENAL!!! THERE IS A GOD!!!!"
...og það var þá sem ég benti honum kurteislega á það hvaða dagur væri. Staðan var auðvitað enn 3-0.
Ummæli