Ekkert að gera í þessum skóla maður...
...þessa vikuna er upplestrarfrí í ensku og engir tímar, meðan næsta vika er æfingakennsla og því kennsluhlé í kennslufræðinni -- sem þýðir ekkert að lesa fyrir næstu viku.
Þannig að ég fékk mér vinnu við Airwaves. Bara svo mér leiðist ekki. Sé um sviðið á Grand Rokk, bara beisikk rótarastarf þar sem ég róta mögnurum, snúrum, mækum, hljóðfærum og sé líka um ljósin. Fékk að róta HÖRPU í dag.
Stöldrum aðeins við hvað það gæti þýtt að róta Hörpu. Eða nei, kannski við sleppum því. En hörpuleikari Melabandsins (það er Symfóníuhljómsveit Íslands fyrir ykkur sem komið úr Breiðholti) spilaði með hljómsveit á Grand í kvöld og ég fékk að hjálpa henni að bera hörpuna.
Stöldrum aðeins við hvað það gæti þýtt að "bera hörpuna" - eða nei.
En ég átti líka ágætis spjall við þennan hörpuleikara. Um America's Next Top Model, sem okkur fannst báðum soldið eins og að keyra fram hjá bílslysi. Manni hryllir við þessu, en getur samt ekki hætt að horfa.
Í morgun fór ég í skólann og lærði að búa til vefsíðu. Ókei, ég er ekki búinn að læra allt ennþá, en ég er að byrja að læra á FrontPage og búinn að birta fyrstu útgáfu. Hún á eftir að verða smám saman skárri eftir því sem ég læri betur að stjórna því hvernig þetta lítur út. www.hi.is/~bjg11
Kannist þið við hljómsveitina Búdrýgindi? Hélt ekki. Eða ef svo er, geturðu nefnt tvö lög með þeim? Þeir voru lokabandið í kvöld á Grand. Í gær var Lada Sport og það var PAKKAÐ. Búdrýgindi voru drulluþéttir en það var ENGINN á svæðinu! Þegar þeir byrjuðu voru 24 gestir í salnum. Söngvarinn kom með gullkorn á milli laga: "We're Búdrýgindi and this is our fourth time on Airwaves... you can buy our CD's for 1000kr... we were the youngest band EVER to play Airwaves, until Jakobínarína and Retro Stefson... we are now nineteen so there is a lot of potential for the future, if you're from an American label... it's okay, we're playing to fewer people than are in the band... we're Búdrýgindi and we're DRUNK!"
Þegar þeir byrjuðu á síðasta laginu voru meiraðsegja blaðamennirnir farnir, og þeir eru skyldugir að vera allan tímann. Búdrýgindi drógu upp brúsa með þeyttum rjóma og sprautuðu hver á annan. Eflaust átti þetta að vera svakalegur lokapunktur á brjáluðu giggi, að sprauta rjóma á stelpurnar fyrir framan sviðið. En einu stelpurnar sem voru eftir voru vinkona bassaleikarans og fylgifiskar, og þær hættu sér ekki nálægt sviðinu, ekki einu sinni þegar engir voru brúsarnir.
Iceland Airwaves. Exporting Icelandic talent.
Þannig að ég fékk mér vinnu við Airwaves. Bara svo mér leiðist ekki. Sé um sviðið á Grand Rokk, bara beisikk rótarastarf þar sem ég róta mögnurum, snúrum, mækum, hljóðfærum og sé líka um ljósin. Fékk að róta HÖRPU í dag.
Stöldrum aðeins við hvað það gæti þýtt að róta Hörpu. Eða nei, kannski við sleppum því. En hörpuleikari Melabandsins (það er Symfóníuhljómsveit Íslands fyrir ykkur sem komið úr Breiðholti) spilaði með hljómsveit á Grand í kvöld og ég fékk að hjálpa henni að bera hörpuna.
Stöldrum aðeins við hvað það gæti þýtt að "bera hörpuna" - eða nei.
En ég átti líka ágætis spjall við þennan hörpuleikara. Um America's Next Top Model, sem okkur fannst báðum soldið eins og að keyra fram hjá bílslysi. Manni hryllir við þessu, en getur samt ekki hætt að horfa.
Í morgun fór ég í skólann og lærði að búa til vefsíðu. Ókei, ég er ekki búinn að læra allt ennþá, en ég er að byrja að læra á FrontPage og búinn að birta fyrstu útgáfu. Hún á eftir að verða smám saman skárri eftir því sem ég læri betur að stjórna því hvernig þetta lítur út. www.hi.is/~bjg11
Kannist þið við hljómsveitina Búdrýgindi? Hélt ekki. Eða ef svo er, geturðu nefnt tvö lög með þeim? Þeir voru lokabandið í kvöld á Grand. Í gær var Lada Sport og það var PAKKAÐ. Búdrýgindi voru drulluþéttir en það var ENGINN á svæðinu! Þegar þeir byrjuðu voru 24 gestir í salnum. Söngvarinn kom með gullkorn á milli laga: "We're Búdrýgindi and this is our fourth time on Airwaves... you can buy our CD's for 1000kr... we were the youngest band EVER to play Airwaves, until Jakobínarína and Retro Stefson... we are now nineteen so there is a lot of potential for the future, if you're from an American label... it's okay, we're playing to fewer people than are in the band... we're Búdrýgindi and we're DRUNK!"
Þegar þeir byrjuðu á síðasta laginu voru meiraðsegja blaðamennirnir farnir, og þeir eru skyldugir að vera allan tímann. Búdrýgindi drógu upp brúsa með þeyttum rjóma og sprautuðu hver á annan. Eflaust átti þetta að vera svakalegur lokapunktur á brjáluðu giggi, að sprauta rjóma á stelpurnar fyrir framan sviðið. En einu stelpurnar sem voru eftir voru vinkona bassaleikarans og fylgifiskar, og þær hættu sér ekki nálægt sviðinu, ekki einu sinni þegar engir voru brúsarnir.
Iceland Airwaves. Exporting Icelandic talent.
Ummæli
Ég man ekki eftir nafni á lagi með þessum ágætu strákum, en ég man að þeir unnu Músiktilraunir fyrir ca 3 árum.
WV orð dagsins er tkpqp, sem er það sem kom upp úr drukknum hljómsveitarmeðlimunum þegar þeir reyndu að segja takk.