06 október 2008

Má ég fá tíuþúsundkallinn minn til baka?

Fjármálaeftirlitið lokaði á öll viðskipti með bréf í Glitni (og flestum öðrum skúffufyrirtækjum) í morgun. Bréfin mín eru því enn skráð á genginu 3,91 en í rauninni verðlaus þar sem ég get ekki selt þau, ekki einu sinni með tapi.

Steingrímur Joð sagði í morgun í útvarpinu að það væri mikilvægt að menn héldu rósinni.

Hvaða rós?

1 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

Rósinni sem allir eru að tala undir