13 október 2008

Meik

Árni Matt er í útlöndum að tala við menn hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Segir að spjallið sé á jákvæðum nótum, honum sé tekið vel, allir vinalegir.

Minnir mann á þegar Change og önnur 70's bönd voru að fljúga út til London til að tala við plötuútgefendur. Þeir voru einmitt jákvæðir, tóku þeim vel, voru vinalegir. Samt kom engin plata fyrr en fíflin í Mezzoforte fóru af stað. Þung er þeirra ábyrgð.

1 ummæli:

Þóra sagði...

Kannski misskildi Árni og hélt að allir væru á góðu nótunum :)