20 október 2008

PPRIP

Þá gerum við þetta ekki aftur. Giggið á Grand Rokk var rosalegt, tókum heil 36 lög og þegar ég vaknaði daginn eftir reyndist ég orðinn algerlega raddlaus og það var ekkert annað í stöðunni en að aflýsa seinni tónleikunum sem hefðu átt að vera á Hljómalind. Nú, þremur dögum seinna er ég enn að drepast í bakinu og með bruna/núningssár á olnboganum. Röddin er að smákoma en ég er enn svo hás að ég gæti kallað mig doktor hás.

Annars er það að frétta að besta vinkona okkar Rósu er ólétt.

Og það er búið að panta viðtalstíma til þess að sækja um þjónustuíbúð fyrir tengdapabba.

Já, og ríkisstjórnin er víst að liðast í sundur út af einhverjum brjálæðingi sem neitar að fara út af skrifstofunni sinni.

Annars allt með kyrrum kjörum...

Engin ummæli: