Jólaleikrit Peðsins

Þá fer að styttast í að æfingar hefjist á jólasýningu leikfélagsins Peðsins á Grand Rokk. Ég er leikstjóri og sýnd verða tvö leikrit. Annars vegar Litla stúlkan með eldspýturnar og svo nýtt frumsamið verk sem heitir (að ég held) Einn aðfangadagsmorgun.

Það tókst í gær að ganga frá leikaravalinu. Þeir sem leika eru:
Gummi Benz, Gulli, Gunni Goði, Pétur stóri, Tobías og Daníel úr Halaleikhópnum, Steini vert, Stebbi Berg, Solla, Ella, Auður, Tobba litla, Eydís Eva, Guðjón og Baldvin. Þá á ég reyndar eftir að raða í tvö pínulítil hlutverk en til greina koma þar þeir Villi, Gummi Esso og Örn.

Ef þú hittir einhvern þessara leikara í vikunni máttu minnast á að það er samlestur á efri hæð Grand Rokk á laugardaginn kl. 13:00.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu