01 október 2008

Sparnaðarráð í kreppunni

Gerið eins og ég. Ég keypti mér hlutabréf í Glitni í gær, á genginu 4,49. Verslaði 2250 hluti og það kostaði mig ekki nema rétt rúmlega tíuþúsundkall. Ef ég hefði keypt þessi hlutabréf fyrir helgina þá hefðu þau kostað ríflega þrjátíu og fimm þúsund.

Þannig að ég sparaði tuttuguogfimmþúsundkall á örfáum mínútum!

Engin ummæli: