Þessi verðbréfabransi á ekki við mig

Fór í netbankann í morgun eins og alla daga síðan ég gerðist braskari. Sá þá mér til mikillar furðu og ánægju að hægt væri að selja hlutabréf í Glitni á genginu 10,00! Sem er meira en tvöfalt það verð sem ég borgaði fyrir bréfin fyrir viku. Því miður var ég með litla svínið á arminum - mamma í ræktinni - svo ég gat ekki selt strax og varð mjög stressaður að þetta tilboð myndi falla úr gildi á næstu mínútum.

Svo kom hún heim, ég kastaði barninu í hana og fór beint í netbankann.

Komst þá að því að einhverra hluta vegna hafa kaup mín á hlutabréfum í Glitni aldrei verið skráð. Svo ég græddi ekki neitt.

Bú hú!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu