Frikki vinur minn að tjá sig um ástandið
Fréttaskýring: Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn
Friðrik Indriðason skrifar:
Gengisvísitalan er komin í 205 stig sem þýðir að dollarinn kostar 111 krónur og hefur aldrei verið dýrari í sögunni. Þetta segir aðeins eitt, Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn. Raunar þegir bankastjórn Seðlabankans þunnu hljóði meðan að gjaldþrot blasir við hjá fjölda heimila og fyrirtækja. Einkum þeim sem létu ginnast af gylliboðum bankana um myntkörfulán á undanförnum einu til þremur árum.
Vanhæfi Seðlabankans liggur að mestu hjá einum manni, Davíð Oddsyni seðlabankastjóra. Öfugt við öll önnur vestræn lönd er aðalbankastjóri Seðlabankans hér hvorki hagfræði- eða viðskiptamenntaður né með sérstaka reynslu í fjármálum. Og því fer sem fer.
Stærstu mistök Seðlabankans voru gerð í vor. Þá samþykkti Alþingi heimild til allt að 500 milljarða króna lántöku í erlendum gjaldeyri. Það lán var aldrei tekið þótt þeir sem vitið hafa og starfa að fjármálum hafi næstum grátbeðið bankann um að taka þetta lán strax. Raunar reyndi bankinn að klóra aðeins í bakkann núna síðsumars með 300 milljóna evru láni en það var of lítið og of seint.
Á þessum tíma, það er í vor, og næstu tvær vikurnar, var skuldatryggingarálagið á ríkissjóð um 150 punktar eða 1,5% og lánið hefði því ekki verið mjög kostnaðarsamt. Hins vegar vildi Davíð Oddsson alls ekki taka þetta 500 milljarða lán af einhverjum orsökum. Vísir hefur heimildir fyrir því að hinir bankastjórarnir tveir hafi verið áhugasamir um að taka lánið og lítið skilið í þvermóðsku Davíðs.
Síðar í sumar þegar spurt var eftir því hvað liði lántökunni voru svör Seðlabankans og raunar fjármálaráðherra einnig að skuldatryggingarálagið væri orðið of hátt. Nákvæmlega, það hækkaði og hækkaði af því að menn sáu ekkert koma frá Seðlabankanum. Í dag er þetta álag orðið yfir 570 punktar samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.
Næststærstu mistök Seðlabankans eru að þar á bæ sváfu menn algerlega á verðinum er Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að dæla tugum milljörðum dollara inn á fjármálamarkaði heimsins til að reyna að lina lausafjárkreppuna sem ríkir þar. Seðlabankar hinna Norðurlandanna fengu sinn skerf af þessari aðstoð Bandaríkjamanna. Og meira til þegar bandaríska lánalínan til erlendu seðlabankanna var tvö- til þrefölduð í einni svipan í þessari viku. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi komið Seðlabankanum í opna skjöldu. En eins og einn sérfræðinganna sem Vísir ræddi við á þessum tíma sagði: „Þetta er ekki eins og boð í barnaafmæli. Menn verða að bera sig eftir björginni."
Seðlabankinn bar sig ekki eftir björginni og sendi síðan frá sér loðna tilkynningu um að Seðlabanki Bandaríkjanna hefði ekki séð ástæðu til að aðstoða Íslendinga að svo stöddu. Hugsanlega kæmi eitthvað síðar. Við bíðum enn.
Þriðju stærstu mistök Seðlabankans eru þau að hafa ekki fyrir löngu boðið bönkunum upp á skammtímaskiptasamninga í evrum gegn íslenskum veðum til skamms tíma. Þetta kostar bankann lítið sem ekkert en hefði hjálpað bönkunum mikið á síðustu vikum. Vísir sendi raunar fyrirspurn til bankastjórnar Seðlabankans í síðustu viku um afhverju þetta hefði ekki verið gert. Við bíðum enn eftir svarinu.
Við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans þann 11. september sagði Davíð Oddsson orðrétt: „Aðgerðir til þess að örva efnahagslífið nú, hvort heldur með minna aðhaldi í peninga- eða ríkisfjármálum, eru ótímabærar. Þær myndu tefja óhjákvæmilega aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi, veikja gengi krónunnar og stuðla að meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntingum."
Síðan bankastjóri mælti þessi orð hefur gengi krónunnar fallið niður úr gólfinu og nú síðast í dag reiknar greining Kaupþings með því að verðbólgan fari í 16% fyrir áramót. Spurningin sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður að svara í stöðunni er: Hve langt á krónan að falla og hve hátt á verðbólgan að fara til að hann telji aðgerðir tímabærar? Við bíðum eftir svari.
Vísir spurði nokkra sérfræðinga hvað Seðlabankinn gæti gert núna til að bjarga því sem bjargað verður í augnablikinu. Allir voru sammála um eitt. Langmikilvægast fyrir Seðlabankann væri að ná samningum við aðra Seðlabanka um aðgang að lausu fé. Það er gera það sama og seðlabankarnir á hinum Norðurlöndunum hafa verið að gera. Þetta fé gæti Seðlabankinn svo notað til að endurlána bönkunum.
Annað mikilvægt atriði er að Seðlabankinn og ríkisstjórnin komi með heildstæða áætlun til að vinna úr vandanum. Raunar átti að setja nefnd á laggirnar í mars s.l. sem átti að endurskoða peningamálastefnuna. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði þetta á fundi hjá Seðlabankanum og jafnframt að ekkert lægi á þeirri vinnu. Enn hefur ekkert komið fram opinberlega um hvort nefndin hafi verið stofnuð og ef svo er hvað hún sé að gera eða hafi gert. Við bíðum.
Friðrik Indriðason skrifar:
Gengisvísitalan er komin í 205 stig sem þýðir að dollarinn kostar 111 krónur og hefur aldrei verið dýrari í sögunni. Þetta segir aðeins eitt, Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn. Raunar þegir bankastjórn Seðlabankans þunnu hljóði meðan að gjaldþrot blasir við hjá fjölda heimila og fyrirtækja. Einkum þeim sem létu ginnast af gylliboðum bankana um myntkörfulán á undanförnum einu til þremur árum.
Vanhæfi Seðlabankans liggur að mestu hjá einum manni, Davíð Oddsyni seðlabankastjóra. Öfugt við öll önnur vestræn lönd er aðalbankastjóri Seðlabankans hér hvorki hagfræði- eða viðskiptamenntaður né með sérstaka reynslu í fjármálum. Og því fer sem fer.
Stærstu mistök Seðlabankans voru gerð í vor. Þá samþykkti Alþingi heimild til allt að 500 milljarða króna lántöku í erlendum gjaldeyri. Það lán var aldrei tekið þótt þeir sem vitið hafa og starfa að fjármálum hafi næstum grátbeðið bankann um að taka þetta lán strax. Raunar reyndi bankinn að klóra aðeins í bakkann núna síðsumars með 300 milljóna evru láni en það var of lítið og of seint.
Á þessum tíma, það er í vor, og næstu tvær vikurnar, var skuldatryggingarálagið á ríkissjóð um 150 punktar eða 1,5% og lánið hefði því ekki verið mjög kostnaðarsamt. Hins vegar vildi Davíð Oddsson alls ekki taka þetta 500 milljarða lán af einhverjum orsökum. Vísir hefur heimildir fyrir því að hinir bankastjórarnir tveir hafi verið áhugasamir um að taka lánið og lítið skilið í þvermóðsku Davíðs.
Síðar í sumar þegar spurt var eftir því hvað liði lántökunni voru svör Seðlabankans og raunar fjármálaráðherra einnig að skuldatryggingarálagið væri orðið of hátt. Nákvæmlega, það hækkaði og hækkaði af því að menn sáu ekkert koma frá Seðlabankanum. Í dag er þetta álag orðið yfir 570 punktar samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.
Næststærstu mistök Seðlabankans eru að þar á bæ sváfu menn algerlega á verðinum er Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að dæla tugum milljörðum dollara inn á fjármálamarkaði heimsins til að reyna að lina lausafjárkreppuna sem ríkir þar. Seðlabankar hinna Norðurlandanna fengu sinn skerf af þessari aðstoð Bandaríkjamanna. Og meira til þegar bandaríska lánalínan til erlendu seðlabankanna var tvö- til þrefölduð í einni svipan í þessari viku. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi komið Seðlabankanum í opna skjöldu. En eins og einn sérfræðinganna sem Vísir ræddi við á þessum tíma sagði: „Þetta er ekki eins og boð í barnaafmæli. Menn verða að bera sig eftir björginni."
Seðlabankinn bar sig ekki eftir björginni og sendi síðan frá sér loðna tilkynningu um að Seðlabanki Bandaríkjanna hefði ekki séð ástæðu til að aðstoða Íslendinga að svo stöddu. Hugsanlega kæmi eitthvað síðar. Við bíðum enn.
Þriðju stærstu mistök Seðlabankans eru þau að hafa ekki fyrir löngu boðið bönkunum upp á skammtímaskiptasamninga í evrum gegn íslenskum veðum til skamms tíma. Þetta kostar bankann lítið sem ekkert en hefði hjálpað bönkunum mikið á síðustu vikum. Vísir sendi raunar fyrirspurn til bankastjórnar Seðlabankans í síðustu viku um afhverju þetta hefði ekki verið gert. Við bíðum enn eftir svarinu.
Við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans þann 11. september sagði Davíð Oddsson orðrétt: „Aðgerðir til þess að örva efnahagslífið nú, hvort heldur með minna aðhaldi í peninga- eða ríkisfjármálum, eru ótímabærar. Þær myndu tefja óhjákvæmilega aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi, veikja gengi krónunnar og stuðla að meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntingum."
Síðan bankastjóri mælti þessi orð hefur gengi krónunnar fallið niður úr gólfinu og nú síðast í dag reiknar greining Kaupþings með því að verðbólgan fari í 16% fyrir áramót. Spurningin sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður að svara í stöðunni er: Hve langt á krónan að falla og hve hátt á verðbólgan að fara til að hann telji aðgerðir tímabærar? Við bíðum eftir svari.
Vísir spurði nokkra sérfræðinga hvað Seðlabankinn gæti gert núna til að bjarga því sem bjargað verður í augnablikinu. Allir voru sammála um eitt. Langmikilvægast fyrir Seðlabankann væri að ná samningum við aðra Seðlabanka um aðgang að lausu fé. Það er gera það sama og seðlabankarnir á hinum Norðurlöndunum hafa verið að gera. Þetta fé gæti Seðlabankinn svo notað til að endurlána bönkunum.
Annað mikilvægt atriði er að Seðlabankinn og ríkisstjórnin komi með heildstæða áætlun til að vinna úr vandanum. Raunar átti að setja nefnd á laggirnar í mars s.l. sem átti að endurskoða peningamálastefnuna. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði þetta á fundi hjá Seðlabankanum og jafnframt að ekkert lægi á þeirri vinnu. Enn hefur ekkert komið fram opinberlega um hvort nefndin hafi verið stofnuð og ef svo er hvað hún sé að gera eða hafi gert. Við bíðum.
Ummæli