13 júlí 2008

43 spurningar

Hildur fékk þetta sent í fjölpósti. Sjálfur þoli ég ekki að fá tölvupósta sem ég á að lesa og gera eitthvað og senda svo á tíu vini mína í skiptum fyrir að fullur peningaskápur hrapi niður úr næsta háhýsi sem ég geng fram hjá og lendi beint fyrir framan mig, opnist og yfir mig rigni auðæfum sem ég má bara stinga í vasann og labba í burtu með. En Hildur gerir sniðugt úr þessu og svarar bara spurningunum á blogginu sínu. Hún hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, so here goes:

1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM?
Já, ég er skírður í höfuðið á langalangalangafa mínum sem var sérlundaður furðufugl eins og ég. Upphaflega átti eldri bróðir minn að heita Björn og ég að heita Hrafnkell en foreldrar mínir skiptu um skoðun á ögurstundu.

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA? Það var í gær þegar ég hélt á Guðlaugu Helgu og hún hjúfraði sig upp að mér. Rósa hélt að ég væri að tárast yfir snilligáfu Sniglabandsins sem við vorum að hlusta á.

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Ég skrifa oft helvíti skemmtilegan texta en rithöndin er ömurleg.

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST ? Alls konar villibráð: hreindýr, dádýr og svoleiðis. Og þá sjaldan maður hittir á verulega góða nautasteik sem er elduð passlega lítið, þá er fátt betra.

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Já, eitt stk. stelpu.

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? Ég efast um það. Það eru mjög margir sem finnst ég vera algjör fáviti við fyrstu kynni og ég er vanur að halda mig við það sem mér finnst um fólk við fyrstu kynni. Þannig að ef ég væri ekki ég myndi ég sennilega telja (og hafa rangt fyrir mér, natch) að ég væri fáviti.

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ? Eiginlega alltaf.

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Það er ekki minnsti möguleiki.

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Ef ég er að fara að vinna, þá er það instant hafragrautur í örbylgjunni, annars risavaxinn enskur fry-up með öllu, egg, beikon, pulsa, tómatur, sveppir, ristað brauð, bakaðar baunir og te.

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Þegar ég eignast nýja skó strengi ég þess ávallt heit að fara vel með þá og reima alltaf frá og fyrir samviskusamlega. Það endist að meðaltali í þrjú skipti.

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ? Alveg gríðarlega. Ég gæti flutt fjöll ef ég bara kærði mig um það.

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Lengi vel var það Häagen Dazs Vanilla Chocolate Fudge en nýlega smakkaði ég Pipp ís og hann er alveg truflað góður.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Konur: brjóstin. Karlar: hnefarnir.

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR ? Bleikur

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Það er nú ekki margt. Mér fannst þegar ég var yngri að minn stærsti galli væri hvað ég var feiminn og óframfærinn en ég hef sem betur fer náð að laga það (og það allsvakalega).

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Pabba.

17. VILTU AÐ ALLIR SEM ÞÚ SENDIR TIL SENDI ÞÉR TIL BAKA? Nei, eins og fram hefur komið þá fyrirlít ég fjölpósta. Þeir eru leið óvinsæla fólksins til að finnast það eiga vini.

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Hvorki í buxum né skóm.

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Bolli af heitu kakói sem Rósa bjó til handa mér. Þar áður ristað brauð með eggi, skinku og osti.

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Rás 2. Rolling Stones akkúrat núna.

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Ég væri eins og olíubrák, þar sem allir litir koma saman en er samt ekki eins og neinn litur.

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? Ég er yfirleitt bara þakklátur ef ég finn nokkra lykt.

23. VIÐ HVERN TALAÐIRU SÍÐAST Í SÍMA ? Rósa. Hringdi í hana til að segjast vera á leiðinni heim.

24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Hildi? Já, hún er frábær.

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Fótbolti. Og handbolti þegar Ísland er að keppa, annars ekki.

26. ÞINN HÁRALITUR ? Ljósskolleitur.

27. AUGNLITUR ÞINN ? Blágrár.

28. NOTARÐU LINSUR ? Nei. Prófaði það þegar ég var í menntó en við áttum ekki samleið.

29. UPPÁHALDSMATUR ? Flest sem ég elda sjálfur, ég er svo æðislegur kokkur.

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Alveg sama, horfi mjög sjaldan á kvikmyndir.

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? Brúðguminn. Hún var fín.

32. KNÚS EÐA KOSSAR ? Kossar í flestum tilvikum. Knús ef mér liggur mikið á hjarta.

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Nýbúinn að uppgötva Bailey's bollur, fást í Krónunni og eru glæpsamlega góðar.

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG SENDA TIL BAKA? Sendi ekki á neinn en ef ég hefði gert það þá væri það sennilega Þóra.

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Halló! Ég sendi ekki á neinn en ef ég hefði gert það myndi Immagaddus örugglega ekki taka þátt í svona vitleysu.

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Metaphor, fræðibók um myndhverfingar í enskri tungu. Er að fara í kúrs í háskólanum í haust þar sem hún verður lesin og er að ná mér í forskot...

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Master Card logo með rauðu og gulu kossafari.

38. Á HVAÐ HORFÐIRU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Fréttirnar meðan ég var að elda (kostur að vera með sjónvarp framan á ísskápnum) og æfingaleik Manchester United gegn Aberdeen. Kveiktum á sjónvarpinu þegar við komum heim úr kvöldgöngu en ég sofnaði svo fljótt að ég man ekkert.

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Hvorugir. Nirvana eða Prodigy?

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Kólombía frekar en Egyptaland.

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Ég er alveg obboðslega klár og skemmtilegur.

42. HVAR FÆDDISTU ? Á fæðingarheimilinu í Reykjavík, Íslandi

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ FRÁ ? Hvað eru mörg "frá" í því? Sjá fyrri svör.

1 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

Hvernig er það, situr þú á nærbrókunum einum fata þegar þú bloggar??