Þá fer maður að mæta á völlinn

Arnar eða Bjarki
Bjarki eða Arnar

Þótt skömm sé frá að segja hef ég ekki mætt á einn einasta leik með ÍA í sumar. Fyrst komst ég ekki vegna anna og svo þegar ég fór að hafa tíma til að mæta þá var gengi liðsins svo slakt að ég treysti mér ekki til að mæta og halda geðheilsunni. Í staðinn hef ég mætt tvisvar á Gróttuvöllinn og séð mína menn tapa 2-0 í bæði skiptin og fullyrði að gæði knattspyrnunnar hafa ekki verið verri en ef ég hefði mætt á skagann.

En nú kemur betri tíð með blóm í haga. Tvíbbarnir komu, sáu og sigruðu fyrir tveimur árum þegar ástandið var svipað og ég hef fulla trú á að þeir bjargi strákunum frá falli. Svo verða þeir bara að drífa sig á þjálfaranámskeið til að fá að halda starfinu næsta sumar.

Áfram ÍA!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu