Annar hápunktur
í Berlínarferðinni var á föstudagskvöldinu þegar ég fékk að velja einn stað til að fara á (Nikki er vanur að ráða, sérstaklega þegar kemur að klúbbum og tónlist, þá má enginn annar ráða) en staðurinnn sem ég hafði haft upp á gengur undir því frábæra nafni Delicious Donuts. Samt ekki hommastaður, sem er eiginlega synd með svona nafn.
Við vorum frekar snemma á ferðinni svo við vorum nánast einu kúnnarnir á barnum. Fengum okkur G&T og settumst í þægileg sæti, hlustuðum á þægilega kúl tónlist og spjölluðum.
Tónlistin var sirka svona.
Skyndilega opnuðust dyrnar og inn streymdi fólk. Ungt fólk og allt eins klætt, í hvíta boli með áprentaðri andlitsmynd sem erfitt var að greina og fyrir ofan myndina stóð "I (hjarta) Berlin" með rauðum stöfum. Liðið hrúgaðist á barinn, í sætin í kringum okkur og á dansgólfið og var augljóslega kófdrukkið upp til hópa. Við pældum mikið í því hvað væri í gangi og upp komu ýmsar kenningar.
Við tókum eftir því að fólkið talaði ensku sín á milli en þýsku við barþjónana.
Við vorum ekki alveg vissir en mér sýndist myndin á bolnum vera af Obama með möllett.
Þetta voru krakkar á háskólaaldri.
Mín kenning: starfsfólk á Evróputúr Obama, sem var búið með sinn hluta ferðarinnar (sem þýskumælandi) og í óvissuferð um Berlín áður en flogið væri heim til Bandaríkjanna næsta dag.
Sönnun: eftir hálftíma stóð öll hersingin upp og steðjaði út aftur. Greinilegt að úti beið rúta eftir að fara með þau á næsta áfangastað í óvissuferðinni.
Obama í Berlín.
Við vorum frekar snemma á ferðinni svo við vorum nánast einu kúnnarnir á barnum. Fengum okkur G&T og settumst í þægileg sæti, hlustuðum á þægilega kúl tónlist og spjölluðum.
Tónlistin var sirka svona.
Skyndilega opnuðust dyrnar og inn streymdi fólk. Ungt fólk og allt eins klætt, í hvíta boli með áprentaðri andlitsmynd sem erfitt var að greina og fyrir ofan myndina stóð "I (hjarta) Berlin" með rauðum stöfum. Liðið hrúgaðist á barinn, í sætin í kringum okkur og á dansgólfið og var augljóslega kófdrukkið upp til hópa. Við pældum mikið í því hvað væri í gangi og upp komu ýmsar kenningar.
Við tókum eftir því að fólkið talaði ensku sín á milli en þýsku við barþjónana.
Við vorum ekki alveg vissir en mér sýndist myndin á bolnum vera af Obama með möllett.
Þetta voru krakkar á háskólaaldri.
Mín kenning: starfsfólk á Evróputúr Obama, sem var búið með sinn hluta ferðarinnar (sem þýskumælandi) og í óvissuferð um Berlín áður en flogið væri heim til Bandaríkjanna næsta dag.
Sönnun: eftir hálftíma stóð öll hersingin upp og steðjaði út aftur. Greinilegt að úti beið rúta eftir að fara með þau á næsta áfangastað í óvissuferðinni.
Obama í Berlín.
Ummæli