Þjóðverjar eru klikk (staðfest)
Það er ekki ofsögum sagt að tæknihönnun er nokkuð sem Þýskarar kunna. Tæknihönnun og þjóðarmorð, það eru svona þeirra sterku hliðar myndi ég segja. Ekki get ég sagt að ég sé mjög sleipur í þýskaramáli, rétt svona mellufær, en ég skil þetta skilti ekki öðruvísi en að hér sé um að ræða þvottavél sem passar upp á að sokkarnir manns verði ekki aðskildir. Kaupa eina svoleiðis!
Einhver mestu vonbrigði ferðarinnar var þessi staður: Checkpoint Charlie. Tveir leikarar í einkennisfötum, skilti og röð af túristum að láta taka myndir af sér með leikurunum. Ég nýtti mér að enginn stóð í röð að taka mynd af sér við skiltið. Þetta er ekki einu sinni hið raunverulega skilti sem stóð þarna í kalda stríðinu, heldur eftirlíking. Glatað að þetta sé orðin tourist attraction, og glötuð tourist attraction í þokkabót.
Hér má sjá afgang af veggnum ógurlega. Virkar nú ekki sérlega impressive. Og jafnvel fallegri en Þessi ljóti staður sem státar af þeirri lýsingu í ferðahandbókum að vera elsti og fegursti bjórgarður í Berlín. Fagur var hann ekki en bjórinn var góður. Svo góður að ég ákvað að ná í annan umgang, tók glösin af borðinu eins og tíðkast hjá siðmenntuðum þjóðum og gekk að barnum. Þar var ég svo húðskammaður á þýsku fyrir þá ósvífni að koma með tóm glös með mér á barinn, það átti ég alls ekki að gera. Þetta var bara í fyrsta sinn sem maður lenti í óbótaskömmum af aðilum sem maður var að kaupa þjónustu hjá. Tveir leigubílstjórar eipuðu til dæmis við okkur af ólíkum en lítilmótlegum ástæðum.
Þetta er Nikki. Hann ákvað og skipulagði ferðina í tilefni af yfirvofandi brúðkaupi sínu við franska júffertu. Hann ákvað því að við skyldum á þennan og þennan stað. Komst eiginlega að því að ég er vaxinn upp úr svona rugli.
Toppurinn á ferðinni var þegar við vorum að borða seint á laugardagskvöldi, þá hringir Óli í vin sinn sem er búsettur í borginni og spyr hvað sé í gangi um kvöldið. Sá segist vera staddur í fótósjúti umkringdur hálfnöktum módelum, við megum gjarnan koma en það væri gott ef við gætum tekið með okkur nokkra bjóra. Það hefði út af fyrir sig átt að hringja hjá manni viðvörunarbjöllum því þegar á staðinn var komið voru þetta tveir bandarískir hommar að ljósmynda anórexíska sænska stúlku í porti fyrir utan yfirgefið bifreiðaverkstæði. Væntingarnar sem lýsingarnar í símtalinu vöktu - og raunveruleikinn þegar hann birtist - segja eiginlega allt sem þarf um þetta ferðalag.
Ummæli