Hugsjónir

Ég ólst upp í kalda stríðinu. "Geislavirkir" með Utangarðsmönnum og svoleiðis. Margir gengu um með nælur eða bætur með svona merki. Átti að tákna það að kjarnorka væri vond. Úti í heimi voru farnar mótmælagöngur. Tsjernobyl gerði mann auðvitað mjög hræddan. Bretar mótmæltu Sellafield og kaninn átti sitt Three Mile Island. Jane Fonda var svaka flott í China Syndrome, þar sem manni var í alvöru talin trú um að ef einhver ýtti á vitlausan takka í kjarnorkuveri í Kaliforníu, þá myndi kjarnorkan bora sér leið niður á við í gegnum jörðina og koma út í Kína. Og þá væri sennilega úti um okkur mennina á jörðinni því varla væri hægt að búa á jörð með gati.

Engum datt í huga að benda á að ef maður fer beint í gegnum jörðina frá Kaliforníu þá lendir maður á suðurströnd Ástralíu, ekki í Kína.

En í mörg ár forðuðust þjóðir heims að nota kjarnorku. Og héldu áfram að brenna kolum og olíu.

Takk, hippar.

Fávitar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu