Memento Mori pt5
Það hlaut svo að koma að því að ég kæmist í hann krappan án þess að vera alltaf að detta. Þessi sífelldu slys gætu hugsanlega haft eitthvað með það að gera að ég fæddist nánast staurblindur. Einu sinni þegar við komum í sumarbústaðinn á Kjalarnesi hljóp ég beint frá bílnum í átt að bústaðnum og á gaddavírsgirðingu.
Ég er ekki að grínast. Ég sá ekki girðinguna, fór beint á gaddavírinn og það þurfti að bruna aftur í bæinn til að sauma mig saman. Kíkið bara framan í mig næst þegar þið sjáið mig, örið sést ennþá.
Nú, en allavega. Þegar ég var lítill fór ég í nokkrar augnaðgerðir þar sem reynt var að laga mig til. Þetta var í gamla daga og ekki búið að finna upp laserinn, svo það var ekkert hægt að gera í því hvað ég var hrikalega fjarsýnn. En það var reynt að gera eitthvað í því hvað ég var rosalega tileygður.
Ég held að aðgerðirnar hafi orðið þrjár áður en ég varð þriggja ára. Svo leið og beið, en þegar ég var fjórtán ákvað augnlæknirinn minn að skera mig aftur. Nú átti minnir mig að stilla augun mín saman fyrir fullt og allt, svo ég gæti loksins horft á fólk og fyrirbæri með báðum augum í einu.
Ég hafði þann tendens að nota bara hægra augað, því hið vinstra var afar lélegt.
Og ég fór inn á spítala og var rúllað inn á skurðstofu. Þar var sett ógeðsleg stór svört gúmmígríma yfir öndunafærin og ég átti að sofna af því. Meira man ég ekki, en það sem gerðist var í meira lagi spúkí.
Ég semsagt sofnaði ekki. Bullaði út í eitt og læknirinn mat stöðuna þannig að ég væri ekki með meðvitund og því allt í gúddí að taka upp hnífinn. Og hann byrjaði að skera. Tók í sundur vöðvafestingu hægra megin á vinstra auganu (semsagt nefmegin) með það fyrir augum (pardon the pun) að festa saman aftur og þá þannig að sjónskekkjan yrði leiðrétt.
Á meðan fjasaði ég og fjasaði út í bláinn og meikaði víst frekar lítinn sens.
En svo hljóp snurða á þráðinn. Skyndilega fór ég í krampa og hjartað byrjaði að slá afar hratt. Og þá meina ég svo hratt að það gat ekki talist eðlilegt. Við erum að tala um yfir 200 slög á mínútu.
Læknirinn þurfti að tjasla auganu saman á mettíma því það var ljóst að svefnlyfið var að fara eitthvað mjög undarlega í mig og það þótti ástæða til að hætta við aðgerðina og koma mér á gjörgæsluna.
Enn þann dag í dag sé ég tvöfalt, því í stað þess að leiðrétta sjónskekkjuna gerði hann hana verri. Augun mín horfa í sömu átt en í stað þess að senda eina þrívíddarmynd upp í heila senda þau tvær tvívíddarmyndir. Ef þið hafið farið í þrívíddarbíó ættuð þið að geta ímyndað ykkur hvernig það væri ef þið sæjuð heiminn í gegnum rauða og græna helminginn af þrívíddargleraugunum án þess að myndirnar blönduðust saman í eitt.
Mér var svo haldið sofandi á gjörgæslunni í hálfan sólarhring til að læknar gætu fullvissað sig um að hjartað myndi halda áfram að slá eðlilega, en það slakaði víst eitthvað á fljótlega eftir að ég kom inn á gjörgæsludeild.
Í gegnum svefninn heyrði ég hinsvegar allt sem fram fór, að minnsta kosti eftir að ég var orðinn stöðugur aftur. Og það vildi þannig til að á sömu stofu og ég á gjörgæslunni var gamall maður sem fékk slag meðan ég svaf og ég semsagt hlustaði meðvitundarlaus á læknana reyna - og gefast upp á - að bjarga honum.
Ég var því frekar hissa þegar ég vaknaði, því ég hafði heyrt læknana segja að ég hefði fengið slag og að ég væri dáinn.
Ég er ekki að grínast. Ég sá ekki girðinguna, fór beint á gaddavírinn og það þurfti að bruna aftur í bæinn til að sauma mig saman. Kíkið bara framan í mig næst þegar þið sjáið mig, örið sést ennþá.
Nú, en allavega. Þegar ég var lítill fór ég í nokkrar augnaðgerðir þar sem reynt var að laga mig til. Þetta var í gamla daga og ekki búið að finna upp laserinn, svo það var ekkert hægt að gera í því hvað ég var hrikalega fjarsýnn. En það var reynt að gera eitthvað í því hvað ég var rosalega tileygður.
Ég held að aðgerðirnar hafi orðið þrjár áður en ég varð þriggja ára. Svo leið og beið, en þegar ég var fjórtán ákvað augnlæknirinn minn að skera mig aftur. Nú átti minnir mig að stilla augun mín saman fyrir fullt og allt, svo ég gæti loksins horft á fólk og fyrirbæri með báðum augum í einu.
Ég hafði þann tendens að nota bara hægra augað, því hið vinstra var afar lélegt.
Og ég fór inn á spítala og var rúllað inn á skurðstofu. Þar var sett ógeðsleg stór svört gúmmígríma yfir öndunafærin og ég átti að sofna af því. Meira man ég ekki, en það sem gerðist var í meira lagi spúkí.
Ég semsagt sofnaði ekki. Bullaði út í eitt og læknirinn mat stöðuna þannig að ég væri ekki með meðvitund og því allt í gúddí að taka upp hnífinn. Og hann byrjaði að skera. Tók í sundur vöðvafestingu hægra megin á vinstra auganu (semsagt nefmegin) með það fyrir augum (pardon the pun) að festa saman aftur og þá þannig að sjónskekkjan yrði leiðrétt.
Á meðan fjasaði ég og fjasaði út í bláinn og meikaði víst frekar lítinn sens.
En svo hljóp snurða á þráðinn. Skyndilega fór ég í krampa og hjartað byrjaði að slá afar hratt. Og þá meina ég svo hratt að það gat ekki talist eðlilegt. Við erum að tala um yfir 200 slög á mínútu.
Læknirinn þurfti að tjasla auganu saman á mettíma því það var ljóst að svefnlyfið var að fara eitthvað mjög undarlega í mig og það þótti ástæða til að hætta við aðgerðina og koma mér á gjörgæsluna.
Enn þann dag í dag sé ég tvöfalt, því í stað þess að leiðrétta sjónskekkjuna gerði hann hana verri. Augun mín horfa í sömu átt en í stað þess að senda eina þrívíddarmynd upp í heila senda þau tvær tvívíddarmyndir. Ef þið hafið farið í þrívíddarbíó ættuð þið að geta ímyndað ykkur hvernig það væri ef þið sæjuð heiminn í gegnum rauða og græna helminginn af þrívíddargleraugunum án þess að myndirnar blönduðust saman í eitt.
Mér var svo haldið sofandi á gjörgæslunni í hálfan sólarhring til að læknar gætu fullvissað sig um að hjartað myndi halda áfram að slá eðlilega, en það slakaði víst eitthvað á fljótlega eftir að ég kom inn á gjörgæsludeild.
Í gegnum svefninn heyrði ég hinsvegar allt sem fram fór, að minnsta kosti eftir að ég var orðinn stöðugur aftur. Og það vildi þannig til að á sömu stofu og ég á gjörgæslunni var gamall maður sem fékk slag meðan ég svaf og ég semsagt hlustaði meðvitundarlaus á læknana reyna - og gefast upp á - að bjarga honum.
Ég var því frekar hissa þegar ég vaknaði, því ég hafði heyrt læknana segja að ég hefði fengið slag og að ég væri dáinn.
Ummæli