Memento Mori pt7

Ég fékk bílprófið 1986. Stundum fékk ég lánaðan bíl hjá einhverjum á heimilinu og fór akandi í skólann. Einu sinni var ég á leið heim, vestur Hringbraut. Og þá greip mig eitthvert stundarbrjálæði. Ég var á nokkuð miklum hraða, að minnsta kosti 70, og það kom rautt ljós. Það var langt í að ég kæmi að gatnamótunum og ég hafði nægan tíma til að stoppa. En það gerði ég hins vegar ekki. Æddi bara yfir á rauðu ljósi og fór í svigi á milli bíla sem voru á leið upp eða niður Hofsvallagötu. Hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að því að lenda ekki á neinum þeirra.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu