27 júní 2007

Bæjarferðir


Vildi bara láta vita að það styttist í að ég komi suður og svo verð ég eins og heimsins stærsti borðtennisbolti (þegiðu Immagaddus) næstu vikurnar, eða sem hér segir:

Flýg til Reykjavíkur föstudaginn 6. júlí um kvöldið.

Flýg til Ísafjarðar miðvikudaginn 11. júlí um kvöldið.

Flýg til Reykjavíkur föstudaginn 13. júlí um kvöldið.

Flýg til Ísafjarðar fimmtudaginn 19. júlí um morguninn.

Flýg til Reykjavíkur föstudaginn 3. ágúst um kvöldið og verð þá búinn með þessa törn.

Þar hafiði það og getið nú farið að plana ykkar sósíal líf í kringum þessa daga (þegiðu Immagaddus, enda er þitt sósíal líf planað eins og í Sovétríkjunum á tíma Krústjovs - allt planað lengst fram í tímann og ekkert verður úr neinu.)

1 ummæli:

Tómas sagði...

Hæ! Bara kommenta til að kommenta

Og svona til að svara spurningu sem þú lagðir til fyrir lifandis löngu en mig langar svara þar sem ég vissi svarið og hefði þar af leiðandi staðið mig vel í Drekktu Betur hefði ég verið á svæðinu, *aaanda innn...*:
Þá vita allir að hann er frá Tékklandi
(held ég..)

Láttu svo vita þegar þú ert búinn að ná 3 boltum :) Krakkarnir voru bara helv*** góðir..