Olía við Íslandsstrendur

Einmitt það sem okkur vantaði.

Gríðarleg uppbygging á Langanesi, íbúðarhúsnæði og bækistöðvar fyrir borpallana á Drekasvæðinu. Raufarhöfn verður 30.000 manna bæjarfélag, þar af 100 Íslendingar.

Og eftir 15-20 ár, þegar allt aðrir 100 Íslendingar hafa grætt mörg hundruð milljarða á þessari olíu en við hin þurfum enn að borga Jóni Ásgeiri 99kr fyrir dós af bökuðum baunum, dós sem kostar 5p eða rétt um 8kr í ASDA, sem Jón Ásgeir á líka, þá gera Bandaríkjamenn innrás og taka af okkur alla olíuna. Í þeim yfirlýsta tilgangi að vernda hvali, eða eitthvað. Skutullinn verður skilgreindur sem gjöreyðingarvopn.

Veitingastaðir um öll Bandaríkin munu auglýsa "freedom fish" þegar könum býðst úrvals íslenskur þorskur nánast ókeypis, því fyrst þeir stálu af okkur olíunni er alveg í lagi að hirða sjávaraflann líka.

Bjór- og gos-sala margfaldast í USA þegar spyrst út að dósirnar séu úr íslensku "freedöm"-áli.

Og íslenska þjóðin? Hún skiptist í tvennt. Annars vegar verður til blönduð þjóð, íslenskir sveitalubbar og ógæfumenn í bland við Rúmena og Búlgari. Svo verður til einkar fámenn yfirstétt, sem flytur af landinu og byggir bryggjuhverfi á landfyllingu yfir báxítnámunum á Jamaica. En þar, sem betur fer, eru börnin ber.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu