Tvö þrekvirki
Vann tvær hetjudáðir í dag. Fyrst hjólaði ég frá Ísafirði til Súðavíkur og til baka (um 44 km) og svo sat ég undir helmingnum af hrútleiðinlegri leiksýningu sem heitir The Secret Face. Avoid like the plague.
Tveim tímum eftir að ég lauk hjólatúrnum var ég enn með 104/mín púls. Leiksýningin var ekki lengi að draga hann niður fyrir 60.
Svo endaði kvöldið með anticlimax. Fór á Langa í Drekktu Betur keppnina og vann ekki, enda þemað bíó og sjónvarp. Hverjum er ekki sama hvað einhver leikari í Gay's Anatomy heitir?
Ummæli