24 júní 2007

Stórslys

Þegar ég var lítill var bjór ólöglegur á Íslandi, nema hjá fólki sem vann við að fara á milli landa.

Ekki LANDA, sko, heldur útlanda. Og pabbi var auðvitað flugmaður.

Því var það að ég lærði mjög ungur - áður en ég lærði að drekka bjór - að maður hellir ekki niður bjór. Ég hef oft grínast með það að pabbi hafi lamið mig eitt sinn þegar ég hellti niður bjórnum hans og eftir það hafi ég aldrei hellt niður bjór, en maður á ekki að ljúga upp á þá dauðu svo ég viðurkenni hér og nú að sú saga er uppspuni.

En eins og segir í góðu leikriti: "Maður rengir ekki góða sögu."

Allavega kenndi kallinn mér að bera virðingu fyrir bjór.

Svo fer þetta að verða spurning um bjór og bjór. Er verra að hella niður Stellu en Túborg Grön? Tvímælalaust.

Það sem gerðist hér í kvöld, á Langamanga, var ótrúlegt. Ég sat í makindum og sötraði Stellu. Hef hingað til haldið mig við Thule því hann er "relatively" ódýr (700kr. fyrir hálfan lítra í flösku) en huggulega bardaman sagði mér í kvöld að hún væri nýbúin að fylla á kælinn og að Thulebjórinn væri enn volgur.

Svo ég hætti mér út á ystu nöf: "Hvað kostar svona stór Stella?"

850kr.

Fá eina soleis!

Og eins og áður segir, þá sat ég í mestu makindum og sötraði Stelluna mína milli þess sem ég brásaði á netinu og sendi Chris pirrandi skilaboð, því hann var að eignast nýjan nágranna sem við getum endalaust grínast með.

Nema hvað, eftir ein sérstaklega nastí skilaboð skipti engum togum nema hvað bjórglasið mitt splundraðist. Úforvarendes! Algerlega bæ sörpræs. Af engri sjáanlegri ástæðu.

Spúkí. Mætti halda að maður væri mættur á galdrasýningu á Ströndum!

Engin ummæli: