28 júní 2007

Agtalón


Einleikjahátíð hófst hér á Ísafirði í gær. Mikið fjör, mikið gaman. Hælæts samt ekki úr dagskrá hátíðarinnar. Dagskráin í gær samanstóð af einni áhugaverðri heimildamynd og tveimur mjög misgóðum einleikjum. Á eftir var svo samsæti og eitt hælæt var þegar Sæli vinur minn leit á pakka sem einn leikari hafði fengið í viðurkenningarskyni fyrir frammistöðu sína á sviðinu. Í pakkanum var leikritið MacBeth ásamt ýmsu öðru dóti. En Sæli sá ekki allt nafn höfundar á bókinni og spurði hvort leikarinn hefði virkilega fengið bók eftir William Shatner.

Efni í endalausa brandara:
Hamlet by William Shatner: "To be or not to be. Never lost, never will. Denny Crane."
Romeo and Juliet by William Shatner: "The only reason she has to be up on that balcony is because she's a midget." (Alan Shore bendir niður) "Oh, no!"
King Lear by William Shatner: "I've got mad cow disease."
Richard III by William Shatner: "Millions of people who have never died before will be killed!"
(Þetta síðasta er setning sem kallinn sagði grínlaust í einum Star Trek þætti.)

Hitt hælætið var svo á Langa Manga þegar allir voru komnir í bjórinn. Ég hnippti í Sæla vin minn og spurði hvort hann væri til í smá leikþátt með mér. Eina sem hann þurfti að gera var að segjast heita Jón og jánka því að það kæmi stundum fyrir að hann væri kallaður Nonni. Við tókum sem sagt stutt brot úr hinu ódauðlega stykki Jóns Benjamíns "Nonni und Manni" og slógum í gegn.

Engin ummæli: