Urð og grjót, upp í mót...

Hér sjáum við frá Ísafirði yfir Skutulsfjörðinn og í baksýn er svokölluð Naustahvilft, oft kölluð skessusæti í daglegu tali, því þjóðsagan segir að þarna hafi tröllskessa fengið sér sæti til að fara í fótabað. Skálin í fjallinu sé far eftir rassinn á henni og það vill svo til að fjörðurinn er óvenju djúpur einmitt þarna fyrir neðan, þar sem hún dýfði fótunum.

En í morgun ákvað ég að ganga upp í hvilftina. Það var nú bara nokkuð strembið, tók mig alveg hálftíma eða svo, fyrir nú utan að ég þurfti að ganga á vettvang áður en ég lagði upp fjallið, semsagt inn allan fjörðinn frá bænum, framhjá flugvellinum og út aftur.

Bongóveður og útsýnið alveg klikkað. Sem betur fer smá gola því það varð mjög heitt í fjallgöngunni.

Tók alls þrjá og hálfan tíma að ganga fyrir fjörðinn, upp fjallið, niður aftur og heim. Nú er ég svo að bíða eftir að bjórinn kólni.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu