Topp tuttugu hljómsveitir - annar hluti
Áfram held ég.
10. Sonus Futurae. Fyrir það fyrsta koma þeir úr Valhúsaskóla eins og ég. Í öðru lagi stalst ég stundum til að nota græjurnar þeirra þegar ég var með æfingahúsnæði í kjallara sama skóla. En fyrst og fremst voru þessir gæjar langt á undan öllum öðrum hér á landi og mörgum erlendis. Tölvupopp er ekki á allra færi. En þessir gaurar voru ekkert minna en Kraftwerk Íslands. Þeir gáfu því miður aðeins út eina sex laga plötu en hún er skotheld út í gegn. Söngvarinn Jón Gústafsson gerði svo arfaslaka sólóplötu sem ég set stundum á fóninn þegar ég vil vera fyndinn. Samt eru eitt eða tvö lög á henni sem enn virka.
9. Bootlegs. Þungt rokk er eitt af þessum fyrirbærum sem mun fleiri fást við en eiga erindi. Það er mun auðveldara að telja upp tíu lélegar þungarokkshljómsveitir en tíu góðar, hvort sem er á þjóðlegum eða alþjóðlegum nótum. En Bootlegs voru álíka byltingarkenndir hér og til dæmis Metallica voru þegar þeir komu fyrst fram. Lengi vel átti ég stoltur bol með teiknaðri mynd af sveitinni sem á stóð: "Ég sá Bootlegs í Húnarveri '91" - og í sönnum rokkanda þá keypti ég ekki bolinn heldur fann hann liggjandi í grasinu - í Húnaveri '91. Toppiði það!
8. Múzzólíní. Ég gerðist svo frægur að vera tímabundið trommuleikari í þessu eðalbandi. Kem meiraðsegja fram í nokkrum lögum á spólunni þeirra sem dr. Gunni gaf út annað hvort '87 eða '88. Af öllum sem voru í þessu bandi var það forveri minn, Doddi, sem meikaði það. Hann er núna meðlimur í Trabant og hefur fengið að djamma með Dorrit á Bessastöðum. Hvern hefði grunað það þegar það fauk í hann rétt fyrir tónleika á Borginni og hann strunsaði á dyr, sem þýddi að nú voru góð ráð dýr og ég var munstraður sem trommari í skyndingu. Pétur vinur minn fer líka á kostum í hlutverki gestasöngvara í laginu Kakó sem er að finna á spólunni M&M sem geymir tónleikaupptökur með Mosa Frænda og Múzzólíní. Þetta var hryllilega skemmtileg hljómsveit.
7. Bellatrix. Tímabilið þegar þessi hljómsveit var að reyna að meikaða í London upp á gamla mátann - með því að spila á fullt af tónleikum og vera skemmtileg, ekki með því að þekkja réttu blaðamennina *hóst*sykurmolarnir*hóst* - var alveg hrikalega gaman. Ég þekkti umbann þeirra og var oft með þeim í Íslendinapartíum. Meiraðsegja fór eitt partíið svo úr böndunum að ég endaði í sleik við söngkonuna og gítarleikarann. Önnur á föstu og hin lessa! Toppiði það!
6. Risaeðlan. Þetta er eitt besta partíband allra tíma. Eftir ansi mörg mögur ár í íslenskri tónlist þar sem fyrst mátti ekki kunna á hljóðfæri (1981-1985) og svo mátti ekki stíga á svið nema vera í jakkafötum og með strípur (1986-1989) kom þetta stórfurðulega band sem bókstaflega gerði manni ókleift að sitja kyrr. Og saxófónn! Og fiðla! Og tvær stelpur sem sungu ekki heldur öskruðu, en voru samt einhvernveginn svo flottar. Þó þær væru frekar ljótar. Og einn besti trommari sem Ísland hefur alið. Og Ívar bongó. Og Siggi sæti. Ég hitti þau á Hressó og lét þau árita plötuna sína fyrir mig. Ég var svona mikið fan.
10. Sonus Futurae. Fyrir það fyrsta koma þeir úr Valhúsaskóla eins og ég. Í öðru lagi stalst ég stundum til að nota græjurnar þeirra þegar ég var með æfingahúsnæði í kjallara sama skóla. En fyrst og fremst voru þessir gæjar langt á undan öllum öðrum hér á landi og mörgum erlendis. Tölvupopp er ekki á allra færi. En þessir gaurar voru ekkert minna en Kraftwerk Íslands. Þeir gáfu því miður aðeins út eina sex laga plötu en hún er skotheld út í gegn. Söngvarinn Jón Gústafsson gerði svo arfaslaka sólóplötu sem ég set stundum á fóninn þegar ég vil vera fyndinn. Samt eru eitt eða tvö lög á henni sem enn virka.
9. Bootlegs. Þungt rokk er eitt af þessum fyrirbærum sem mun fleiri fást við en eiga erindi. Það er mun auðveldara að telja upp tíu lélegar þungarokkshljómsveitir en tíu góðar, hvort sem er á þjóðlegum eða alþjóðlegum nótum. En Bootlegs voru álíka byltingarkenndir hér og til dæmis Metallica voru þegar þeir komu fyrst fram. Lengi vel átti ég stoltur bol með teiknaðri mynd af sveitinni sem á stóð: "Ég sá Bootlegs í Húnarveri '91" - og í sönnum rokkanda þá keypti ég ekki bolinn heldur fann hann liggjandi í grasinu - í Húnaveri '91. Toppiði það!
8. Múzzólíní. Ég gerðist svo frægur að vera tímabundið trommuleikari í þessu eðalbandi. Kem meiraðsegja fram í nokkrum lögum á spólunni þeirra sem dr. Gunni gaf út annað hvort '87 eða '88. Af öllum sem voru í þessu bandi var það forveri minn, Doddi, sem meikaði það. Hann er núna meðlimur í Trabant og hefur fengið að djamma með Dorrit á Bessastöðum. Hvern hefði grunað það þegar það fauk í hann rétt fyrir tónleika á Borginni og hann strunsaði á dyr, sem þýddi að nú voru góð ráð dýr og ég var munstraður sem trommari í skyndingu. Pétur vinur minn fer líka á kostum í hlutverki gestasöngvara í laginu Kakó sem er að finna á spólunni M&M sem geymir tónleikaupptökur með Mosa Frænda og Múzzólíní. Þetta var hryllilega skemmtileg hljómsveit.
7. Bellatrix. Tímabilið þegar þessi hljómsveit var að reyna að meikaða í London upp á gamla mátann - með því að spila á fullt af tónleikum og vera skemmtileg, ekki með því að þekkja réttu blaðamennina *hóst*sykurmolarnir*hóst* - var alveg hrikalega gaman. Ég þekkti umbann þeirra og var oft með þeim í Íslendinapartíum. Meiraðsegja fór eitt partíið svo úr böndunum að ég endaði í sleik við söngkonuna og gítarleikarann. Önnur á föstu og hin lessa! Toppiði það!
6. Risaeðlan. Þetta er eitt besta partíband allra tíma. Eftir ansi mörg mögur ár í íslenskri tónlist þar sem fyrst mátti ekki kunna á hljóðfæri (1981-1985) og svo mátti ekki stíga á svið nema vera í jakkafötum og með strípur (1986-1989) kom þetta stórfurðulega band sem bókstaflega gerði manni ókleift að sitja kyrr. Og saxófónn! Og fiðla! Og tvær stelpur sem sungu ekki heldur öskruðu, en voru samt einhvernveginn svo flottar. Þó þær væru frekar ljótar. Og einn besti trommari sem Ísland hefur alið. Og Ívar bongó. Og Siggi sæti. Ég hitti þau á Hressó og lét þau árita plötuna sína fyrir mig. Ég var svona mikið fan.
Ummæli