Topp tuttugu hljómsveitir - þriðji og síðasti hluti
Já og jæja, þá klára ég þetta röfl. Og bráðum set ég líka inn topp tíu plötur, bara svona að gamni.
5. Paradís. Þetta var fyrsta hljómsveitin sem ég fílaði, sirka sjö ára gamall. Ég missti af Pelican, var þá of lítill og enn að hlusta á Síglaða Söngvara eftir Thorbjörn Egner. En Össi vinur minn og nágranni leyfði mér að heyra þessa plötu heima hjá sér á Unnarbrautinni og þetta voru bara mestu töffarar í heimi. Pétur heitinn Kristjánsson söngvari, Ásgeir stuðmaður á trommum, Björgvin Gíslason á gítar og svo einhverjir pappakassar sem ég man lítið eftir... jú, bíðiði, hljómborðsleikararnir hétu Nikulás Róbertsson og Pétur Hjaltested, minnir mig. Ótrúlegt hvað þetta situr í manni. Þið hin kannist auðvitað í mesta lagi við lagið Rabbits sem Paparnir tóku nýlega. En love affair mitt við þessa síðhærðu drengi tók skjótan enda á sautjánda júní næsta sumar, þegar Paradís var hætt en upp úr henni hafði verið stofnuð hljómsveitin Póker. Sú hljómsveit hélt tónleika á skólalóð Melaskólans og ég neyddi foreldra mína til að fara með mér. Fékk næstum því hjartastopp af hræðslu við alla fullu unglingana sem ráfuðu um og sungu Jibbý Jey. Í minningunni var skólalóðin þakin glerbrotum í mörg ár á eftir.
4. S/H Draumur. Gáfu út sitt eigið stöff á label sem kallaðist Erðanúmúsik. Heimaföndruð kover á öllum plötum og allt svona ljómandi low budget. Án þessarar fyrirmyndar hefði ég aldrei látið mér detta í hug að ráðast í að gefa út tónlist. Svo var þetta hrikalega gott tónleikaband, ég bókaði þá einu sinni til að spila í MH og þeir pökkuðu kvöldinu gersamlega saman. Stóra platan Goð er algert meistaraverk, ógeðslega fyndnir textar, dr. Gunni eins og hann hét ekki þá alveg hrikalega vondur söngvari en þessi hljómsveit bar uppi íslensku underground senuna á seinni hluta níunda áratugarins. Guðir. Eða réttara sagt Goð.
3. Hjálmar. Sem eru svo góðir að þeir leyfðu sér ekki að hætta og eru að byrja aftur. Húrrei! Og hafa verið að taka upp plötu með Megasi. Hipp hipp húrrei! Og spiluðu á einhverjum bestu tónleikum sem ég hef farið á, í stúdentakjallaranum. Þvílíkt sveitt og þröngt, maður alveg missti sig. Þegar þessir tónleikar voru, þá stóð til að þeir myndu meikaða og því voru þeir allir búnir að klippa sig og voru með kúluhatta. Það kænskubragð misheppnaðist en ég er handviss um að þeir geta enn orðið heimsfrægir. Ég er ekki mikið hrifinn af reggae yfirhöfuð en þessa gaura get ég hlustað á við öll tækifæri.
2. Mosi Frændi. Surprise, surprise. Auðvitað setur maður sjálfan sig á lista. En eru einhver rök fyrir því? Tjah... okkur tókst að reka fleyg í einokun Steinars Berg og Jóns Ólafssonar "vonda" á íslensku poppi. Við vorum á undan flestum öðrum (m.a. Ham - Voulez Vous) að taka lög eftir aðra og breyta þeim í einhvern óskapnað. Við vorum fyrsta band í heimi sem þorði að taka lag eftir Bubba og veita því þannig meðferð - in fact er ég nokkuð viss um að enginn hafði vogað sér að kovera Bubba, ekki einu sinni á kurteislegan hátt. Við vorum hið fullkomna do-it-yourself band, jafnvel þótt við kynnum ekkert á það sem við vorum að fást við, hvorki hljóðfæri, upptökutækni, útgáfu né markaðssetningu - og samt komumst við á topp fimm! Ha! Toppiði það!
1. Purrkur Pillnikk. Besta hljómsveit sögunnar, punktur. Bara óskiljanlegt hvernig hún hefur fallið í gleymsku. Auðvitað tóku Sykurmolarnir alla athyglina í mörg ár en kommon! Sykurmolarnir voru aldrei (og áttu aldrei að vera) neitt annað en brandari. "Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir" var mottóið mitt í mörg ár, meðal annars í Mosanum. Dagurinn sem Purrkur Pillnikk hætti, 28. ágúst 1982, var mjög lengi mesti óhamingjudagur ævi minnar. Reyndar dettur mér eiginlega enginn verri dagur í hug, nú aldarfjórðungi síðar.
5. Paradís. Þetta var fyrsta hljómsveitin sem ég fílaði, sirka sjö ára gamall. Ég missti af Pelican, var þá of lítill og enn að hlusta á Síglaða Söngvara eftir Thorbjörn Egner. En Össi vinur minn og nágranni leyfði mér að heyra þessa plötu heima hjá sér á Unnarbrautinni og þetta voru bara mestu töffarar í heimi. Pétur heitinn Kristjánsson söngvari, Ásgeir stuðmaður á trommum, Björgvin Gíslason á gítar og svo einhverjir pappakassar sem ég man lítið eftir... jú, bíðiði, hljómborðsleikararnir hétu Nikulás Róbertsson og Pétur Hjaltested, minnir mig. Ótrúlegt hvað þetta situr í manni. Þið hin kannist auðvitað í mesta lagi við lagið Rabbits sem Paparnir tóku nýlega. En love affair mitt við þessa síðhærðu drengi tók skjótan enda á sautjánda júní næsta sumar, þegar Paradís var hætt en upp úr henni hafði verið stofnuð hljómsveitin Póker. Sú hljómsveit hélt tónleika á skólalóð Melaskólans og ég neyddi foreldra mína til að fara með mér. Fékk næstum því hjartastopp af hræðslu við alla fullu unglingana sem ráfuðu um og sungu Jibbý Jey. Í minningunni var skólalóðin þakin glerbrotum í mörg ár á eftir.
4. S/H Draumur. Gáfu út sitt eigið stöff á label sem kallaðist Erðanúmúsik. Heimaföndruð kover á öllum plötum og allt svona ljómandi low budget. Án þessarar fyrirmyndar hefði ég aldrei látið mér detta í hug að ráðast í að gefa út tónlist. Svo var þetta hrikalega gott tónleikaband, ég bókaði þá einu sinni til að spila í MH og þeir pökkuðu kvöldinu gersamlega saman. Stóra platan Goð er algert meistaraverk, ógeðslega fyndnir textar, dr. Gunni eins og hann hét ekki þá alveg hrikalega vondur söngvari en þessi hljómsveit bar uppi íslensku underground senuna á seinni hluta níunda áratugarins. Guðir. Eða réttara sagt Goð.
3. Hjálmar. Sem eru svo góðir að þeir leyfðu sér ekki að hætta og eru að byrja aftur. Húrrei! Og hafa verið að taka upp plötu með Megasi. Hipp hipp húrrei! Og spiluðu á einhverjum bestu tónleikum sem ég hef farið á, í stúdentakjallaranum. Þvílíkt sveitt og þröngt, maður alveg missti sig. Þegar þessir tónleikar voru, þá stóð til að þeir myndu meikaða og því voru þeir allir búnir að klippa sig og voru með kúluhatta. Það kænskubragð misheppnaðist en ég er handviss um að þeir geta enn orðið heimsfrægir. Ég er ekki mikið hrifinn af reggae yfirhöfuð en þessa gaura get ég hlustað á við öll tækifæri.
2. Mosi Frændi. Surprise, surprise. Auðvitað setur maður sjálfan sig á lista. En eru einhver rök fyrir því? Tjah... okkur tókst að reka fleyg í einokun Steinars Berg og Jóns Ólafssonar "vonda" á íslensku poppi. Við vorum á undan flestum öðrum (m.a. Ham - Voulez Vous) að taka lög eftir aðra og breyta þeim í einhvern óskapnað. Við vorum fyrsta band í heimi sem þorði að taka lag eftir Bubba og veita því þannig meðferð - in fact er ég nokkuð viss um að enginn hafði vogað sér að kovera Bubba, ekki einu sinni á kurteislegan hátt. Við vorum hið fullkomna do-it-yourself band, jafnvel þótt við kynnum ekkert á það sem við vorum að fást við, hvorki hljóðfæri, upptökutækni, útgáfu né markaðssetningu - og samt komumst við á topp fimm! Ha! Toppiði það!
1. Purrkur Pillnikk. Besta hljómsveit sögunnar, punktur. Bara óskiljanlegt hvernig hún hefur fallið í gleymsku. Auðvitað tóku Sykurmolarnir alla athyglina í mörg ár en kommon! Sykurmolarnir voru aldrei (og áttu aldrei að vera) neitt annað en brandari. "Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir" var mottóið mitt í mörg ár, meðal annars í Mosanum. Dagurinn sem Purrkur Pillnikk hætti, 28. ágúst 1982, var mjög lengi mesti óhamingjudagur ævi minnar. Reyndar dettur mér eiginlega enginn verri dagur í hug, nú aldarfjórðungi síðar.
Ummæli