21 júní 2007

Drekktu betur #153

Þeir sem ekki trúa mér geta kíkt hér!

En ég er núna á leiðinni á hverfispöbbinn minn. Já, ég kalla þetta hverfispöbbinn af því að þetta er eini pöbbinn í hverfinu. Reyndar er þetta eini pöbbinn í sýslunni en það er annað mál. Ég ætla sko ekki að fara að gerast tæknilegur landfræðilega hér. Það mun ég hins vegar verða á hverfispöbbnum á eftir. (Það hljómar eitthvað svo asnalega að kalla þetta sýslupöbbinn.)

Ég er sem sagt spyrill og er á leiðinni á langamanga, íklæddur svörtum bol sem á stendur: "150. Drekktu Betur keppnin í boði Budweiser Budvar. Grand Rokk"

Þannig að ég er einmitt að gera það sem aðkomumenn eiga víst ekki að gera á Ísafirði, en það er að beina athyglinni að þeirri staðreynd að þeir séu aðkomumenn.

Ef ég verð laminn í spað verður það líklegast vegna þess að enginn vinnur og ég læna sjálfum mér upp sem manninum sem fer heim með TVO kassa af bjór í næstu viku.

PS: Bjórspurningin er svínsleg fyrir alla aðra en Grandara (Þemað hjá mér er sko landafræði) - frá hvaða landi er Budvar?

Engin ummæli: