Glaðir á góðri stund, enda nýkomnir til Þýskaralands. Helgin ekki byrjuð og útlitið bara fínt. Seinna um kvöldið fóru hins vegar margir mánuðir (tíminn er afstæður) í að þræða skemmtistaði í leigubíl - þeir voru allir lokaðir! Þessi aumi staður var einn af þeim fáu sem var opinn og þar dirfðust menn að meina okkur um inngöngu! Af því að það voru engar stelpur í hópnum! Kommon, við vorum fjórir, ekki eins og við myndum fylla staðinn af punghárum?!? Það er ekki ofsögum sagt að tæknihönnun er nokkuð sem Þýskarar kunna. Tæknihönnun og þjóðarmorð, það eru svona þeirra sterku hliðar myndi ég segja. Ekki get ég sagt að ég sé mjög sleipur í þýskaramáli, rétt svona mellufær, en ég skil þetta skilti ekki öðruvísi en að hér sé um að ræða þvottavél sem passar upp á að sokkarnir manns verði ekki aðskildir. Kaupa eina svoleiðis! Einhver mestu vonbrigði ferðarinnar var þessi staður: Checkpoint Charlie. Tveir leikarar í einkennisfötum, skilti og röð af túristum að láta taka myndir af sér með leikuru...