Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2006

Áfram Ísland

Strákarnir okkar (nú getur maður aldrei sagt þetta framar án þess að sjá fyrir sér 11 homma saman í sturtu) voru að vinna Rússa í fyrsta sinn á stórmóti, 34-32. Eftir fimm mínútur var staðan 4-1 fyrir Rússa en þá kom 10 mínútna kafli þar sem Íslendingar skoruðu 9 mörk gegn einu og eftir það var sigurinn aldrei í teljandi hættu. Eftir leikinn var stórskemmtilegt viðtal við Óla Stef, sem er vinur minn af því að pabbi hans lagaði á mér innra nefið. En það fyndna var að viðtalið má nota, óbreytt, í næsta áramótaskaup. Ég meina, maðurinn er 32 ára gamall, en talar eins og Silvía Nótt: Já, þússt, bara... vá skiluru? Bara... Lexi að standa sig, Gaui alveg geeeigur þússt, Nóri að takadda skiluru, ég bara vá! Ég ætla að reyna að finna link á þetta og setja hér inn. Króatar á morgun, þeir verða linir eftir að frændur vorir Danir hafa tekið þá í ósmurt núna klukkan fimm. Vinnum þá, tökum svo para-Nojarana í sirkussýningu... Einn leik í einu dzeng! Man alltaf eftir laginu hans Ómars Ragnarssonar, ...

Eins gott að Plútófarið komst af stað

því að Plútó er nú í minnstu fjarlægð frá okkur og verður það ekki aftur í bráð eldsneytið sem knýr farið til Plútó er plútóníum og um borð er dálítið af ösku mannsins sem fann Plútó

Góð helgi

Arsenal tapaði. Chelsea gerði jafntefli. (Maður gerir ekki kröfu um að þeir tapi lengur) Man United lék gegn Liverpool í gær. Ljómandi leiðinlegur leikur, þangað til að það voru 89 mínútur og 55 sekúndur á klukkunni. Fyrir þá sem ekki vita skal tekið fram að knattspyrnuleikur á að taka 90 mínútur. United fá aukaspyrnu, Ryan Giggs sendir hnitmiðaða sendingu inn á teiginn, Rio Ferdinand stekkur manna hæst og stangar boltann í netið. Á Ölveri sprettur þybbinn, miðaldra góðglaður maður á fætur, stígur upp á borðið sem hann situr við, hleypur eftir því endilöngu, stekkur niður á gólf en jafnharðan upp á karókí-pallinn sem er beint fyrir neðan stóra skjáinn, lætur báða hnefana dynja á skjánum nokkrum sinnum, snýr sér fram í salinn, þar sem sitja 2-300 fúlir púllarar, lyftir United-treyjunni sinni upp til að sýna þeim vömbina á sér, gargar á ensku: FUCK YOU ALL!!! og sest svo skælbrosandi hjá stoltri eiginkonu sinni. Guð er góður.

Mikið var að beljan bar

Mynd
Plútófarið lagði loksins í hann í gær, 19. janúar. Það er by the way sami dagur og pabbi dó. Ég man eftir því að vera í flugvél með hann undir stýri. Sjálfur sat ég afturí economy class. Heyrði rödd þess gamla í hátalarnum: Ladies and gentlemen, this is your captain speaking. If you look out the window on the port, or left, side of the aircraft you can see a space shuttle launch from Cape Canaveral. Áður en einhver kemur með brandarann, þá var þetta ekki Challenger með kennara um borð. En þetta var ein tilkomumesta sjón ævi minnar, niðdimm nótt og ekki ský á stjörnubjörtum himni sem teygði sig endalaust hærra, hærra eins og eldörin sem bar skutluna á burt.

Músagangur í Manchester

Um síðustu helgi voru Man júnæted að spila við utandeildarliðið Burton á Old Trafford. Leikmenn Burton hafa greinilega komist í úrvals sýru því þeir töluðu einna helst um það í fjölmiðlum eftir leik, að hvar sem þeir litu meðan á leiknum stóð hafið þeir séð mýs á hlaupum. Á sunnudaginn koma Liverpool í heimsókn. Þeir eru vanir að éta rottur þessir scouserar, svo vandamálið leysist af sjálfu sér. Spurning hvort það séu til spænskumælandi mýs til að trufla Liverpool-liðið? Arriba! Arriba! Andele andele!! Og fyrir John Arne Riise: Dvel ég í draumahöll og dagana lofa...

Einu sinni var ég í Glasgow

Reyndar bara á flugvellinum en það kom ekki að sök. Í fyrsta lagi er Glasgow sérlega óspennandi borg, nema fyrir heróínista. Og í öðru lagi varð þetta samt mjög minnisstæð dvöl á flugvellinum, meðan ég beið ásamt fjölskyldu minni eftir flugi heim til Íslands. Því á flugvellinum var stór og undarlegur kassi. Hann var rúmlega mannhæðarhár og virtist innihalda sjónvarpstæki. Svo var prik með litlum hnúð á endanum fyrir neðan sjónvarpsskerminn, ásamt rauf til að setja peninga í. Þetta hafði ég aldrei séð áður (en þetta hefur verið sirka 1981) og ég bara varð að prófa. Setti 10p pening í raufina og það kviknaði á sjónvarpinu. En það var enginn þáttur í því, hvað þá bíómynd. Hins vegar birtist blátt og svart völundarhús. Í því miðju var búr fullt af draugum. Fyrir neðan búrið var undarleg vera, næstum því kringlótt, og gul eins og sólin. En svo fór allt í gang. Veran lagði af stað til vinstri, og hámaði í sig litlar gular kökur sem urðu í vegi hennar. Þegar hún rakst á vegg uppgötvaði ég að ...

Plútóferð frestað aftur

Mynd
Í gær var aftur ákveðið að reyna ekki við geimskotið sem á að senda New Horizons til Plútó. Að þessu sinni var ástæðan sú að vegna veðurs varð rafmagnslaust víða í Austur-Bandaríkjunum, m.a. í Johns Hopkins háskóla þar sem ein stjórnstöðin er. Það fer ekki á milli mála að Bandaríkin standa öðrum ríkjum jarðar fremur í tækni og vísindum. Á www.nasa.gov má lesa fallega sögu af stelpu sem stakk upp á því við afa sinn þegar hún var 11 ára gömul, að plánetan sem þá var nýfundin, yrði kölluð Plútó. Afabróðir hennar hafði gefið tunglum Mars nöfnin Phóbos og Deimos.

Skurðaðgerðin heppnaðist með eindæmum vel

Mynd
Eins og ég sagði frá þá var ég í skurðaðgerð á mánudaginn. Hún var úrslitatilraun til að losa mig við vandamál sem ég hef glímt við um árabil, en það er krónísk stífla í nefi með tilheyrandi pirringi. Ég var til skamms tíma búinn að gleyma því að það væri hægt að anda með nefinu, og átti við verulegan munnþurrk að etja eftir nætursvefn. Loksins gafst ég upp fyrir tæpu ári síðan og fór til háls-nef-og-eyrnalæknis. Sá er allavega pottþétt flínkur í höndunum því hann er pabbi þeirra Ólafs handboltahetju og Jóns Arnórs körfuboltakappa. Svo á hann þriðja soninn sem spilar fótbolta með Fram svo við skulum ekkert vera að tala um það. En: þessi læknir gaf mér steratöflur sem virkuðu eins og draumur, og ég fór að finna lykt aftur. Að maður tali nú ekki um að geta lokað á mér trantinum öðru hverju, sérstaklega þegar konan er heima. En það var skammgóður vermir, og þó ég hafi fengið meiri stera í formi nefúða þá var orðið ljóst að það væri réttast að reyna að krukka eitthvað í nefinu á mér. Sú að...

Plútó!

Mynd
Hérna má fylgjast með geimskoti NASA til Plútó. Farið á að fara svo hratt að það verður komið fram hjá tunglinu á 9 klukkutímum, en Neil Armstrong fór þá vegalengd á 3 dögum árið 1969. Skotinu hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna vindskilyrða. Á ekki draslið að komast til Plútó? En þið treystið því ekki til að komast upp úr smá roki?

Allir fótboltamenn eru hommar

Mynd

hnf hnf

pnfbphn phbnfphhpnbbffff fpfpffnpbn fbfpjnfnbbfff pgfn

Spítalaferð

Ég er rétt í þessu að leggja af stað til Keflavíkur til að gangast undir minni háttar aðgerð. See you on the other side!

Reykjavíkursaga Ástu

Ég var að labba yfir Lækjartorg á leiðinni í afmælisveislu á hommabar í hjarta borgarinnar. Þetta var milli jóla og nýjárs. Allt í einu heyri ég nafnið mitt kallað fyrir aftan mig. Svo ég sný við og þar stendur Ásta. Ég kynntist Ástu í Vestmannaeyjum verslunarmannahelgina 1987 að mig minnir. Hún var eitthvað að dandalast með Alla. Seinna kom hún í MH, lék í einu myndbandi fyrir okkur í Mosanum (Poppstjarnan) og enn merkilegra: mörgum árum síðar hitti ég hana í London. Þá var ég búinn með leiklistarskólann þar og var að vinna í Lyric Hammersmith leikhúsinu, og hún kom á sýningu, sagðist vera nýbyrjuð að læra leiklist í Middlesex. Svo lék hún í Daughter of the Poet þegar við settum það upp hjá Icelandic Take Away Theatre í London. Ég heilsaði henni og bauð gleðileg jól. Svo sá ég hver stóð við hliðina á henni. Það var Pétur, sem var besti vinur minn í Valhúsaskóla. Svo hef ég alveg dottið úr tengslum við hann. En ég spurði hvort þau þekktust? Já, við vorum að trúlofa okkur! Ég gat ekki a...

Hjálmar rúla!

Á föstudaginn fór ég á tvenna tónleika með Hjálmum. Fyrst í Laugardalshöll, þar sem fullt af böndum voru að spila til að auglýsa nýjan Toyota-bíl. Not very punk rock I admit. En eins og glöggir vita þá er ég meistari í tímasetningum þegar kemur að því að mæta á tónleika (Kraftwerk, Duran Duran) og gengum við inn í salinn og það var ekkert að ske, svo ég fór og leitaði uppi tæknimenn og fékk að vita að Hjálmar væru næstir á svið. Ég hafði næstum því aldrei séð þá á sviði áður -- sat neðst á Arnarhóli á Menningarnótt og sá mjög lítið þó ég heyrði vel -- en þessir tónleikar urðu hálfgerð vonbrigði. Þar kenni ég þó ekki bandinu um, heldur hinum sömu tæknimönnum og ég hafði talað við áður. Verandi svona tækninörd sjálfur geri ég kröfu um að 1) sándið sé gott, 2) ljósin séu flott, og 3) tæknimenn séu í vinnunni og viti hvað er í gangi. En þegar ég spurði hverjir væru næstir á svið fékk ég tvö ófullnægjandi svör áður en ég hitti á mann sem vissi það sem mig langaði til að vita. Einn sagði se...

Áform ársins 2006

Áform ársins: Stjörnurnar segja að árið muni einkennast af togstreitu milli þess að gera eitthvað skapandi og spennandi; og settlast niður og leggjast undir feld. Fer eftir því hvort Rósa verður ólétt eða ekki geri ég ráð fyrir. Það á víst að vera gegt gaman á ammælinu mínu, en að öðru leyti snýst árið um umbætur á húsnæði. Boring! Með vorinu er útlit fyrir að mér áskotnist peningar sem ég hef ekki unnið fyrir. Þannig að einhver er að fara að deyja. Ég verð nú ekki lengi að sukka það í burtu elskurnar mínar. En vonandi verður það til þess að ég fái ráðrúm til að gera eitthvað spennandi (listrænt séð) eða fara í nýja átt. Það gæti verið eitthvað af eftirfarandi: Leiklist: Búa til Portfolio og sýna Tinnu, og sækja um að fá að setja upp sýningu á Frozen (leikrit um Paedophiliu sem ég sá í London 2001). Andri Snær Magnason. Nota álit hans á sýningunni minni á bláa hnettinum til að fá hann í samstarf um sýningu, t.d. Lovestar. Mikael Torfason, athuga hvort áhugi sé fyrir Heimsins Heimskast...

Góðverk ársins

Steig uppí strætó fyrir utan Drauminn á Rauðarárstíg á leið niðrí bæ. Sat rólegur meðan vagninum var ekið inn á Hlemmtorg og fullt af fólki kom um borð. Þegar síðasti nýi farþeginn er um það bil að setjast rýkur vagnstjórinn upp: "Hey! Hey!!!! Þú þarna!!!!!! Þú þarna! sem varst! að! stelast inn! að aftan!" Löng þögn, en vagnstjórinn stígur vígalega út úr bási sínum. Heyrist svo aftast í vagninum, skjálfandi röddu: "...ég...?..." "Já!!! Þú!!! Komdu hingað!" Þá stígur fram maður, ekki sá veikróma, og segir við bílstjórann eitthvað í átt við að þetta sé allt í lagi, hann skuli borga, og hann leiðir vagnstjórann geðvonda aftur að sínum rétta stað sem er bak við stýrið og dregur upp veski og er allan tímann að tala á mjög svo rólegum nótum við hinn æsta bílstjóra. Eftir nokkra stund fer að heyrast í þeim einkennisklædda aftur: "Hvað á ég að bíða lengi!? Hvað ætlarðu að halda vagninum hér lengi!? Víst!?!?!?! Það kostar tvö hundruð og fimmtíu kall!!?!!!?!!!!...

Þessi er sönn saga frá Immagaddusi

Kom heim eftir vinnu seint í dag. Kveikti á sjónvarpinu, og við blasti svartur skjár. Helvítis Digital Ísland, þeir hafa gleymt því rétt eina ferðina að mánaðargjaldið mitt er greitt með VISA-rað snemma í mánuðinum og halda að ég sé í skuld. Tek upp símann og hringi í þjónustuver Stöðvar 2. “Þú ert númer... sextíu... í... röðinni.” Helvítis. Bíð rólegur, eftir smástund og eina sígó legg ég tólið frá mér smástund og hendist fram í eldhús að ná í bjór. Kem aftur og hlusta: “Þú ert númer... níu... tíu... og.... fimm... í.... röðinni.” Þetta er ekkert að gera sig. Bíð samt heillengi en áður en ég er kominn niður í áttatíu er fokið allsvakalega í mig. Skelli á með eins miklum látum og hægt er að gera á Nokia 3310. Hugsa málið andartak. Hringi í 1414. (Þjónustuver Og Vodafone.) “Þjónustuver Og Vodafone, get ég aðstoðað?” Næ sambandi á innan við 0.7 sekúndum. Já, eiginlega. Get ég skipt um símavin? “Já, ekkert mál, kennitala og símanúmer?” Ég gef það upp, og bíð andarblik. “...og hvaða númer ...

Í tilefni af leik dagsins...

Mynd