Góð helgi

Arsenal tapaði.
Chelsea gerði jafntefli. (Maður gerir ekki kröfu um að þeir tapi lengur)

Man United lék gegn Liverpool í gær. Ljómandi leiðinlegur leikur, þangað til að það voru 89 mínútur og 55 sekúndur á klukkunni. Fyrir þá sem ekki vita skal tekið fram að knattspyrnuleikur á að taka 90 mínútur. United fá aukaspyrnu, Ryan Giggs sendir hnitmiðaða sendingu inn á teiginn, Rio Ferdinand stekkur manna hæst og stangar boltann í netið.

Á Ölveri sprettur þybbinn, miðaldra góðglaður maður á fætur, stígur upp á borðið sem hann situr við, hleypur eftir því endilöngu, stekkur niður á gólf en jafnharðan upp á karókí-pallinn sem er beint fyrir neðan stóra skjáinn, lætur báða hnefana dynja á skjánum nokkrum sinnum, snýr sér fram í salinn, þar sem sitja 2-300 fúlir púllarar, lyftir United-treyjunni sinni upp til að sýna þeim vömbina á sér, gargar á ensku: FUCK YOU ALL!!! og sest svo skælbrosandi hjá stoltri eiginkonu sinni.

Guð er góður.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu