Mikið var að beljan bar
Plútófarið lagði loksins í hann í gær, 19. janúar. Það er by the way sami dagur og pabbi dó. Ég man eftir því að vera í flugvél með hann undir stýri. Sjálfur sat ég afturí economy class. Heyrði rödd þess gamla í hátalarnum: Ladies and gentlemen, this is your captain speaking. If you look out the window on the port, or left, side of the aircraft you can see a space shuttle launch from Cape Canaveral.
Áður en einhver kemur með brandarann, þá var þetta ekki Challenger með kennara um borð. En þetta var ein tilkomumesta sjón ævi minnar, niðdimm nótt og ekki ský á stjörnubjörtum himni sem teygði sig endalaust hærra, hærra eins og eldörin sem bar skutluna á burt.
Ummæli