05 janúar 2006

Áform ársins 2006

Áform ársins:

Stjörnurnar segja að árið muni einkennast af togstreitu milli þess að gera eitthvað skapandi og spennandi; og settlast niður og leggjast undir feld. Fer eftir því hvort Rósa verður ólétt eða ekki geri ég ráð fyrir. Það á víst að vera gegt gaman á ammælinu mínu, en að öðru leyti snýst árið um umbætur á húsnæði. Boring!

Með vorinu er útlit fyrir að mér áskotnist peningar sem ég hef ekki unnið fyrir. Þannig að einhver er að fara að deyja. Ég verð nú ekki lengi að sukka það í burtu elskurnar mínar. En vonandi verður það til þess að ég fái ráðrúm til að gera eitthvað spennandi (listrænt séð) eða fara í nýja átt.

Það gæti verið eitthvað af eftirfarandi:

Leiklist:
Búa til Portfolio og sýna Tinnu, og sækja um að fá að setja upp sýningu á Frozen (leikrit um Paedophiliu sem ég sá í London 2001).

Andri Snær Magnason. Nota álit hans á sýningunni minni á bláa hnettinum til að fá hann í samstarf um sýningu, t.d. Lovestar.

Mikael Torfason, athuga hvort áhugi sé fyrir Heimsins Heimskasta Pabba hjá Tinnu. Ég á leikgerð, sko.

Tónlist:

Búa til MF-cover af Ó Reykjavík, en það þýðir að ég þarf að eignast sequencerforrit, plötuspilara, hljóðkort og fleira, og byrja loksins að fremja tónlist.

Starta tónlistarferli sem Gat, Rass-covertrúbadúr. Gat Skeð væri seinna meir mögulegt samstarfsverkerfni við Gumma St og Silvíu Nótt.

Allt bendir til að í júní sé sársaukafullt uppgjör í vinnunni. Það kemur heim og saman við það plan mitt að yfirgefa hið sökkvandi skip sem Klébergsskóli er.

Svo er ýmislegt sem bendir til þess að sumarið fari í fjármáladeilur og hneykslismál. Lítur ekki vel út með Dragkeppni Íslands 2007 semsagt. En það á að verða svanasöngur okkar Georgs.

Spáin fyrir haustið og árslok er óljósari, en nóvember verður samt mikill djamm-mánuður, ólíkt desember.

Stjörnuspekin er fengin úr áramótaspá Séð og Heyrt.

Engin ummæli: