16 janúar 2006

Reykjavíkursaga Ástu

Ég var að labba yfir Lækjartorg á leiðinni í afmælisveislu á hommabar í hjarta borgarinnar. Þetta var milli jóla og nýjárs. Allt í einu heyri ég nafnið mitt kallað fyrir aftan mig. Svo ég sný við og þar stendur Ásta. Ég kynntist Ástu í Vestmannaeyjum verslunarmannahelgina 1987 að mig minnir. Hún var eitthvað að dandalast með Alla. Seinna kom hún í MH, lék í einu myndbandi fyrir okkur í Mosanum (Poppstjarnan) og enn merkilegra: mörgum árum síðar hitti ég hana í London. Þá var ég búinn með leiklistarskólann þar og var að vinna í Lyric Hammersmith leikhúsinu, og hún kom á sýningu, sagðist vera nýbyrjuð að læra leiklist í Middlesex. Svo lék hún í Daughter of the Poet þegar við settum það upp hjá Icelandic Take Away Theatre í London.

Ég heilsaði henni og bauð gleðileg jól. Svo sá ég hver stóð við hliðina á henni. Það var Pétur, sem var besti vinur minn í Valhúsaskóla. Svo hef ég alveg dottið úr tengslum við hann. En ég spurði hvort þau þekktust?

Já, við vorum að trúlofa okkur!

Ég gat ekki annað en skellihlegið.

Undarlegur heimur.

Engin ummæli: