Hjálmar rúla!

Á föstudaginn fór ég á tvenna tónleika með Hjálmum. Fyrst í Laugardalshöll, þar sem fullt af böndum voru að spila til að auglýsa nýjan Toyota-bíl. Not very punk rock I admit. En eins og glöggir vita þá er ég meistari í tímasetningum þegar kemur að því að mæta á tónleika (Kraftwerk, Duran Duran) og gengum við inn í salinn og það var ekkert að ske, svo ég fór og leitaði uppi tæknimenn og fékk að vita að Hjálmar væru næstir á svið. Ég hafði næstum því aldrei séð þá á sviði áður -- sat neðst á Arnarhóli á Menningarnótt og sá mjög lítið þó ég heyrði vel -- en þessir tónleikar urðu hálfgerð vonbrigði. Þar kenni ég þó ekki bandinu um, heldur hinum sömu tæknimönnum og ég hafði talað við áður. Verandi svona tækninörd sjálfur geri ég kröfu um að 1) sándið sé gott, 2) ljósin séu flott, og 3) tæknimenn séu í vinnunni og viti hvað er í gangi. En þegar ég spurði hverjir væru næstir á svið fékk ég tvö ófullnægjandi svör áður en ég hitti á mann sem vissi það sem mig langaði til að vita. Einn sagði semsagt að hann hefði ekki hugmynd, og sá næsti hélt að Mínus væru næstir. Sá var heldur ekki alveg með á hreinu hvaða hljómsveitir væru BÚNAR að spila! En allavegana: sándið var slappt og loðið (ekki skrýtið ef þeir héldu að þeir væru að fara að mixa Mínus), ljósin hörmung (það er VONT að fá lýsinguna beint í augun!), og Hjálmar spiluðu bara 5-6 lög af frekar lítilli innlifun og gleði. Strunsuðu útaf sviðinu og við þrjú sem vorum þarna ákváðum á innan við 20 sekúndum að yfirgefa svæðið.

Sem betur fer hafði ég frétt af öðrum tónleikum með Hjálmum, þessir voru í Stúdentakjallaranum. Ég sá til þess að við vorum mætt snemma, og mér til afsökunar þá hefði jafnglæsilega tímasett innkoma og ég er vanur orðið til þess að 1) við hefðum ekki komist inn því staðurinn var PAKKAÐUR, og 2) ég hefði misst af því að hitta Óla Palla, og hann var sko á tali við engan annan en Mugison svo ég tók mig til og kynnti mig fyrir snillingnum og namedroppaði öllum ísfirskum listamönnum sem ég þekki, including his wife, en sleppti því að nefna Norðdahlsfíflið. Rauk svo inn á klósett til að pissa og komst þá að því hvers vegna við biðum enn eftir bandinu: Siggi söngvari stóð þar með besefann í höndunm og rembdist við að pissa. Nú, á klósettinu hitti ég líka Eyjó vin minn sem ég hef ekki séð í mánaðavís, og þegar ég fór að segja honum allt um það hvað ljósasjóið í höllinni hefði verið glatað gafst Sigurður upp og rauk fram. Án þess að þvo á sér hendurnar! Now that's punk rock for you!

Og það skipti engum togum að þetta var með betri tónleikum sem ég hef farið á. Mikill troðningur og stelpurnar sem voru með mér sáu nánast ekkert en fíluðu sig samt ágætlega. Ég er aðeins hærri og sá því sumt, en reyndar nánast aldrei títtnefndan Sigurð, því hann sat við hljómborðið sitt. Svíarnir stóðu sig með prýði, rosaþétt rhythm section (trommur og bassi) og svo var þarna stelpa sem spilaði á klarinett af miklum móð, nánast án þess að stoppa allt kvöldið.

Þegar svo Mugison steig á svið og þeir tóku Ljósvíkinginn (TAKK ÁRMANN!!!!!!!!) var það ljóst að kvöldið hafði náð hámarki, svo það var ekkert hægt annað að gera en fara. Stelpurnar fóru í bæinn en ég til Nikka vinar míns til að hita mig aðeins betur upp. Þetta var í fyrradag en við hjónin erum bæði með þetta á heilanum:

WÓ-Ó-Ó-Ó
WÓ-WÓ-WÓ
WÓ-ÓÓÓ-Ó
WÓ-Ó

p.s. downloadið Ljósvíkingnum NÚNA á www.mugison.com

Ummæli

Unknown sagði…
hó, já ég hóa líklegast í þig.
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir síðast - þetta var mjög gaman ... 2faldur skammtur af Hjálmum .. æði :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu