Plútóferð frestað aftur


Í gær var aftur ákveðið að reyna ekki við geimskotið sem á að senda New Horizons til Plútó.

Að þessu sinni var ástæðan sú að vegna veðurs varð rafmagnslaust víða í Austur-Bandaríkjunum, m.a. í Johns Hopkins háskóla þar sem ein stjórnstöðin er.

Það fer ekki á milli mála að Bandaríkin standa öðrum ríkjum jarðar fremur í tækni og vísindum.

Á www.nasa.gov má lesa fallega sögu af stelpu sem stakk upp á því við afa sinn þegar hún var 11 ára gömul, að plánetan sem þá var nýfundin, yrði kölluð Plútó.

Afabróðir hennar hafði gefið tunglum Mars nöfnin Phóbos og Deimos.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu