Plútóferð frestað aftur
Í gær var aftur ákveðið að reyna ekki við geimskotið sem á að senda New Horizons til Plútó.
Að þessu sinni var ástæðan sú að vegna veðurs varð rafmagnslaust víða í Austur-Bandaríkjunum, m.a. í Johns Hopkins háskóla þar sem ein stjórnstöðin er.
Það fer ekki á milli mála að Bandaríkin standa öðrum ríkjum jarðar fremur í tækni og vísindum.
Á www.nasa.gov má lesa fallega sögu af stelpu sem stakk upp á því við afa sinn þegar hún var 11 ára gömul, að plánetan sem þá var nýfundin, yrði kölluð Plútó.
Afabróðir hennar hafði gefið tunglum Mars nöfnin Phóbos og Deimos.
Ummæli