Þetta voru engir smá tónleikar í gær. Við æfðum stíft í heila þrjá daga (kunnum flest lögin sæmilega síðan í fyrra og vorum búnir að hlusta á þau sem bættust við, hver í sínu horni) en það er mun minna en þegar við vorum að bögglast við þetta í fyrra. Útkoman varð miklu meira lifandi og hrátt stöff heldur en síðast, þegar þetta hljómaði kannski full nákvæmlega eins og Purrkur Pillnikk. Alltaf sama stressið í manni, þegar húsið var tómt klukkan hálfellefu var ég sannfærður um að enginn myndi koma. Svo smám saman tíndist fólk inn og þegar hið hrútleiðinlega upphitunarband byrjaði að spila þá tók fólk að streyma inn. Þeir sem hafa einhverja reynslu af rokki segja að það sé alltaf þannig, að um leið og hljómsveitir byrji að spila, þá komi fólkið. Þeir sem vilji bíða eftir fullu húsi fari aldrei á svið. Dass af seleb-liði var á staðnum. Friðrik Erlingsson (sem var í Purrknum), Þorsteinn J, Heiða í Unun. Spiluðum 24 lög. Tók allt of stuttan tíma. Okkur fannst öllum þegar við föttuðum að það ...