Færslur

Sýnir færslur frá september, 2008

Svo fólk haldi nú ekki að ég sé með verðbréf á heilanum...

...þá er gaman að segja frá því að knattspyrnumaðurinn Liam Lawrence, sem leikur með Stoke City, fór út með hundinn sinn að labba í gær en það vildi svo óheppilega til að hann datt um hundinn og tognaði illa. Hann mun ekki leika með liði sínu næstu vikurnar. Ekki fylgdi sögunni hvort mikill missir væri að þessum fótafima manni.

Það er ekki bara allt að fara til helvítis hérna!

Bandarískir þingmenn hafa rifist um það í allan dag hvort þeir eigi að dæla skrilljónum inní bankakerfið til að beila bankana út og forða þeim frá gjaldþroti. Ekki eins og hér þar sem ákvarðanir eru teknar í skjóli nætur eins og þær komi engum við. Þeir felldu svo tillöguna eftir allt saman og bandaríski verðbréfamarkaðurinn er að hrynja as we speak. Dow Jones hefur fallið um 700 stig bara í dag. Þetta mun verða til þess að Kaupþing, Landsbankinn, Seðlabanki Íslands, SPRON og hvað þetta drasl heitir allt saman, mun allt fara á hausinn á næstu dögum. Fréttirnar á Stöð 2 í kvöld minntust lítillega á þessa atkvæðagreiðslu eins og hún skipti ekki miklu máli. Svo kom Geir Haarde í viðtal og sagði að það væri allt í lagi og að þegar hann hefði sagt fyrir nokkrum vikum að Glitnir væri í góðum málum þá hefði hann ekki getað vitað að Lehmann Brothers bankinn myndi fara á hausinn og að það myndi hafa áhrif hér. En nú yrði allt í lagi, honest! Hann var ekki spurður út í hugsanlegar afleiðingar a...

Skothelt tipp!

Í fyrramálið verður opnað með viðskipti á hlutabréfum í Glitni á genginu 1,96. Fyrir helgi var gengið um 16 og fyrir mánuði um 30. Fáir fjárfestar munu standast freistinguna að kaupa á þessu lága gengi á morgun. Semsagt: gengið mun hækka hratt. Fer auðvitað ekki aftur upp í 16 í bráð, hvað þá 30, en gæti alveg farið upp í svona 6-7 í vikunni. Ergó: maður á að kaupa á morgun og selja á föstudaginn!

Maðurinn sem felldi Glitni

Mynd
Þetta er Mánagata 22. Þarna eigum við íbúð sem ekki hefur selst, en við höfðum ætlað að nota söluandvirðið til þess að borga það sem uppá vantar í nýja heimilinu okkar á Nesinu. Á föstudaginn var að renna út sá frestur sem við höfðum til að gera upp Miðbrautina og því var ekki annað í stöðunni en að skaffa pening, enda Mánagatan komin í leigu og af söluskrá. Þannig að við létum millifæra 20 milljónir frá Glitni yfir í Kaupþing þar sem við erum í viðskiptum, svo við gætum klárað þetta mál. Í dag fór svo Glitnir á hausinn vegna lausafjárvanda.

Víðar pottur brotinn

Þetta er ég

Mynd
Í tíma í háskólanum í dag - leiklist hjá Martin Regal - var tilkynnt að allir nemendur ættu að velja sér leikara úr sjónvarpi eða bíómyndum og ættu að "vera" sá leikari alla þessa önn eða þangað til kúrsinum lýkur. Ég valdi Larry Hagman sem lék JR Ewing en sá fljótlega eftir því. Auðvitað átti ég að vera David Caruso úr CSI Miami. Ég er nebbla snillingur í að herma eftir honum. Það er enginn vandi. Maður segir bara hálfa setningu, tekur af sér gleraugun og klárar svo setninguna. Sem dæmi: Ég gleymdi að minnast á (gleraugun af) að Mysterious Marta kom á tónleikana .

Sandkassaleikur

Formaður leikfélagsins Peðsins hringdi í mig í gær í sjokki. Tónlistarstjórinn var öskrandi í tjaldinu á Grand Rokk - í blakkáti auðvitað - og heimtaði að stjórn leikfélagsins kæmi saman og endurskoðaði ákvörðun um verkefnaval vetrarins. Hann var sem sagt hættur að hrauna yfir leikritið hans Gunnsó - sem honum fannst ömurlegt án þess að hafa lesið handritið og sagði öllum þá skoðun sína - og búinn að ákveða að hitt leikritið sem á að setja upp væri ömurlegt. Það þarf ekki að taka fram að hann hefur auðvitað ekki lesið handritið. Sami maður fór fyrir örfáum vikum í kólossal fýlu við leikfélagið af þeirri ástæðu að það skyldi vera til umræðu að notast við tónlist eftir annan aðila en hann sjálfan. Fýlan var svo mikil að hann gerði eins og Albert Guðmundsson í denn þegar sá fór í fýlu við Sjálfstæðisflokkinn. Hann stofnaði klofningshóp út úr leikfélaginu. Þegar það rann af honum og rann upp fyrir honum að hann var einn í klofningshópnum hringdi hann í mig og sagðist hafa hugsað málið og á...

Glámur og Skrámur

Glámur og Skrámur sitja og horfa út í loftið. Heyrist í símanum hans Skráms: Bíp-bíp! Bíp-bíp! Heyrist í símanum hans Gláms: Bíp-bíp! Bíp-bíp! Skrámur: Við önsumessumessemessumekki!

Ég er þreyyytttuuur!!!!

Þetta voru engir smá tónleikar í gær. Við æfðum stíft í heila þrjá daga (kunnum flest lögin sæmilega síðan í fyrra og vorum búnir að hlusta á þau sem bættust við, hver í sínu horni) en það er mun minna en þegar við vorum að bögglast við þetta í fyrra. Útkoman varð miklu meira lifandi og hrátt stöff heldur en síðast, þegar þetta hljómaði kannski full nákvæmlega eins og Purrkur Pillnikk. Alltaf sama stressið í manni, þegar húsið var tómt klukkan hálfellefu var ég sannfærður um að enginn myndi koma. Svo smám saman tíndist fólk inn og þegar hið hrútleiðinlega upphitunarband byrjaði að spila þá tók fólk að streyma inn. Þeir sem hafa einhverja reynslu af rokki segja að það sé alltaf þannig, að um leið og hljómsveitir byrji að spila, þá komi fólkið. Þeir sem vilji bíða eftir fullu húsi fari aldrei á svið. Dass af seleb-liði var á staðnum. Friðrik Erlingsson (sem var í Purrknum), Þorsteinn J, Heiða í Unun. Spiluðum 24 lög. Tók allt of stuttan tíma. Okkur fannst öllum þegar við föttuðum að það ...

Svona er plakatið

Mynd

Skítandi september

Mynd
Helvítis djöfull. Ömmunauðgararnir í Liverpool unnu Manjúnæted á laugardaginn. Það var slæmt. Þróttarar völtuðu svo yfir Skagamenn á sunnudag. Það var verra. Nú kemur fátt í veg fyrir að þeir falli og þurfi að keppa við Fjarðabyggð og Þór Akureyri á næsta ári. Svo er búið að vera skítaveður. Oj bara! Og ég er enn hálf heilsulaus. Samt ekki of heilsulaus til að þvælast upp og niður Laugaveg að hengja upp plaköt.

Leikhús allra landsmanna

Nágrannar okkar í Peðinu telja margir að séu með besta og flottasta leikhús landsins. Það var því með vott af tilhlökkun sem ég fór þangað í gær í þeim erindagjörðum að kanna tæknibúnað í Kúlunni (sem ég hélt að héti enn litla sviðið, sýnir hvað ég fer oft í leikhús núorðið...) því ég á að sjá um tæknimál fyrir sýningu Draumasmiðjunnar þar í næstu viku. Oft hef ég verið starfsmaður gestkomandi leiksýninga og það víða um heiminn. En þetta er í fyrsta sinn sem ég kem sem gestur í Þjóðleikhúsið. Aðbúnaðurinn er sem hér segir: Þegar ég kem í hús til að skoða tækniaðbúnað eru á staðnum nokkrir ljóskastarar sem ekki má hreyfa því það er verið að nota þá í annarri sýningu. Það er talið að hægt sé að útvega mér nokkra kastara telji ég það nauðsynlegt. Mér er ráðlagt að tala við ljósameistara ríkisins, sem heitir Lárus og er gamall vinur minn og samstarfsmaður úr hinu leikhúsinu, þarna rétt hjá Kringlunni. Við þurfum skjávarpa í sýninguna. Það er skjávarpi til staðar en talið er að það verði bú...

Gullnáma

Mynd
Fyrir rúmum tveimur áratugum átti ég lítið hljómborð. Það var algert drasl en samt alveg súperkúl. Mér varð það á að skilja fullt af græjum eftir í æfingahúsnæði og tækið hvarf. Í dag fórum við fjölskyldan svo í Kolaportið, sem ég geri nánast aldrei, enda allt of svalur fyrir svoleiðis plebbisma. Fann helvítis tækið og keypti á 500 kall. Batteríin kostuðu svo 562 kr í viðbót. Ég er nánast alveg viss um að þetta er gamla tækið mitt.

Tjek it...

Verðum á bar 11 laugardaginn 20. sept

Aumingja mamma gamla

Mynd
Það er ekkert sældarlíf að þurfa að liggja uppi í rúmi alla daga útúrþví á voltaren rapid og parkódín og bíða eftir niðurstöðum röntgenmyndatöku hvort maður eigi að fara í uppskurð. Feginn að þetta er ekki ég.

Enginn heimsendir

Mynd
Fjúkk!

Heimsendir í dag

Mynd
Sjáumst í helvíti!

Himininn á Nesinu

Mynd

Áfram Grótta

Kvöldgangan í gær byrjaði ekki vel, eitt af örfáum skiptum þegar Rósa spyr mig ekki hvort ég sé með lykil áður en hún lokar dyrunum. Við vorum þar að auki bæði símalaus svo ég þurfti að fara inn í Nesval (sem er sem betur fer aðeins 29 metra í burtu) og biðja um að fá að hringja. Mamma sem betur fer með aukalykil og kom í hendingskasti. Svo gat göngutúrinn haldið áfram. Við löbbuðum með litla svínið (ásamt Kela) út á Gróttuvöll þar sem var múgur og margmenni (þótt hér lifi víst fáir og hugsi smátt) að hvetja Gróttu í kappleik gegn Reyni frá Sandgerði. Þegar við komum var staðan 2-2 og ég var ekkert allt of bjartsýnn þar sem Grótta hefur hingað til tapað þegar við höfum kíkt við á vellinum. En það skipti engum togum að rétt eftir að við mættum á svæðið skoruðu þeir blá-og-svartröndóttu tvö mörk með stuttu millibili og hafa þar með tryggt sæti sitt í 2. deild - þeir komu sko upp úr 3. deild í fyrra og takmarki sumarsins var því ekkert meira en að halda sætinu. Fótbolti er að verða skemmt...

Hrikalegar harðsperrur

Stúdentadagar standa nú yfir. Um daginn fékk ég e-mail frá formanni "The bog" sem er drykkjufélag stúdenta í enskudeild. Til stóð að taka þátt í knattspyrnumóti háskólans og var verið að smala í lið. Ég svaraði og bauð mig fram sem markmann. Svo fékk ég sms í vikunni, boð á æfingu á íþróttavelli Réttarholtsskóla kl. 21. Ég var enn hálflasinn og þar að auki var tímasetningin nokkru eftir bjórtíma hjá mér svo ég lét vita að ég kæmist ekki. Grunaði að þar með væri málið úr sögunni. En það var öðru nær. Annað sms barst í fyrrakvöld og mér var sagt að mæta í hádeginu daginn eftir (semsagt í gær) - við ættum að spila við guðfræðinga kl. 12:45 og lyfjafræðinga kl. 13:00. Þetta var í fyrsta sinn í sögu enskudeildarinnar sem teflt var fram knattspyrnuliði. Við komumst ekki í úrslit en erum ósigraðir. 1-1 jafntefli við guðfræðinga (með Fjölnismanninn Pétur Markan í liðinu, hann skoraði ekki á móti mér!) og 2-1 sigur á lyfjafræðingum voru úrslitin. Því miður unnu guðfræðingar lyfjafræði...

Ekkert fannst

Mynd
Hér má sjá inn í hausinn á mér. Ekkert að ske.

Heilsuleysi

Mynd
Ég fékk slæma flensu í apríl og lá í hálfan mánuð. Þegar ég átti að vera að stíga upp úr henni var Gulla að koma í heiminn og mín heilsa fór einhvernveginn úr aðalhlutverki. Þegar komið var fram í júní og við að flytja lenti ég í því að fá inngróna tánögl, allsvæsið tilfelli og þurfti að fara á sýklalyf í nokkra daga. Þá tók ég eftir því að þrálátur hósti og ræskingar sem voru orðinn eins og gamall vani - hurfu tímabundið. Svo smám saman byrjaði þetta aftur og versnaði hægt og bítandi. Fyrir utan hóstann átti ég það til að eiga erfitt með svefn vegna hryglu- eða blísturshljóðs þegar ég andaði. Stundum fékk ég stingandi verk í ennið, eins og á milli augnanna eða aðeins ofar. Verkinn drap ég með ibuprofen dag eftir dag og lét hann fara í taugarnar á mér. Svo fyrir réttri viku gafst ég upp og pantaði tíma hjá heimilislækninum mínum. Ein ástæða þess að ég hafði beðið svona lengi var sú að ég hef ekkert sérstaka reynslu af þessum lækni. Þeir sem hitta mig reglulega vita að ég hef átt í vand...