Þetta er ég



Í tíma í háskólanum í dag - leiklist hjá Martin Regal - var tilkynnt að allir nemendur ættu að velja sér leikara úr sjónvarpi eða bíómyndum og ættu að "vera" sá leikari alla þessa önn eða þangað til kúrsinum lýkur.
Ég valdi Larry Hagman sem lék JR Ewing en sá fljótlega eftir því. Auðvitað átti ég að vera David Caruso úr CSI Miami.
Ég er nebbla snillingur í að herma eftir honum. Það er enginn vandi. Maður segir bara hálfa setningu, tekur af sér gleraugun og klárar svo setninguna.
Sem dæmi: Ég gleymdi að minnast á (gleraugun af) að Mysterious Marta kom á tónleikana.

Ummæli

Þarftu ekki að verða þér úti um hártopp??

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu