16 september 2008

Skítandi september


Helvítis djöfull.Ömmunauðgararnir í Liverpool unnu Manjúnæted á laugardaginn. Það var slæmt.

Þróttarar völtuðu svo yfir Skagamenn á sunnudag. Það var verra. Nú kemur fátt í veg fyrir að þeir falli og þurfi að keppa við Fjarðabyggð og Þór Akureyri á næsta ári.

Svo er búið að vera skítaveður. Oj bara!

Og ég er enn hálf heilsulaus. Samt ekki of heilsulaus til að þvælast upp og niður Laugaveg að hengja upp plaköt.

Engin ummæli: