Maðurinn sem felldi Glitni
Þetta er Mánagata 22. Þarna eigum við íbúð sem ekki hefur selst, en við höfðum ætlað að nota söluandvirðið til þess að borga það sem uppá vantar í nýja heimilinu okkar á Nesinu.
Á föstudaginn var að renna út sá frestur sem við höfðum til að gera upp Miðbrautina og því var ekki annað í stöðunni en að skaffa pening, enda Mánagatan komin í leigu og af söluskrá.
Þannig að við létum millifæra 20 milljónir frá Glitni yfir í Kaupþing þar sem við erum í viðskiptum, svo við gætum klárað þetta mál.
Í dag fór svo Glitnir á hausinn vegna lausafjárvanda.
Ummæli