Áfram Grótta

Kvöldgangan í gær byrjaði ekki vel, eitt af örfáum skiptum þegar Rósa spyr mig ekki hvort ég sé með lykil áður en hún lokar dyrunum. Við vorum þar að auki bæði símalaus svo ég þurfti að fara inn í Nesval (sem er sem betur fer aðeins 29 metra í burtu) og biðja um að fá að hringja.

Mamma sem betur fer með aukalykil og kom í hendingskasti.

Svo gat göngutúrinn haldið áfram. Við löbbuðum með litla svínið (ásamt Kela) út á Gróttuvöll þar sem var múgur og margmenni (þótt hér lifi víst fáir og hugsi smátt) að hvetja Gróttu í kappleik gegn Reyni frá Sandgerði. Þegar við komum var staðan 2-2 og ég var ekkert allt of bjartsýnn þar sem Grótta hefur hingað til tapað þegar við höfum kíkt við á vellinum.

En það skipti engum togum að rétt eftir að við mættum á svæðið skoruðu þeir blá-og-svartröndóttu tvö mörk með stuttu millibili og hafa þar með tryggt sæti sitt í 2. deild - þeir komu sko upp úr 3. deild í fyrra og takmarki sumarsins var því ekkert meira en að halda sætinu.

Fótbolti er að verða skemmtileg íþrótt aftur - nú vantar bara að Skagamenn vinni nokkra leiki í lokin og bjargi sér frá falli og þá er árið fullkomnað.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Fótbolti er ekkert orðinn skemmtilegur aftur.

Trúðu mér.
Ég held með Liverpool og Víking.

Word veri: ongtc.

Sem er einfaldlega vont.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu