Hrikalegar harðsperrur

Stúdentadagar standa nú yfir. Um daginn fékk ég e-mail frá formanni "The bog" sem er drykkjufélag stúdenta í enskudeild. Til stóð að taka þátt í knattspyrnumóti háskólans og var verið að smala í lið. Ég svaraði og bauð mig fram sem markmann.

Svo fékk ég sms í vikunni, boð á æfingu á íþróttavelli Réttarholtsskóla kl. 21. Ég var enn hálflasinn og þar að auki var tímasetningin nokkru eftir bjórtíma hjá mér svo ég lét vita að ég kæmist ekki. Grunaði að þar með væri málið úr sögunni.

En það var öðru nær. Annað sms barst í fyrrakvöld og mér var sagt að mæta í hádeginu daginn eftir (semsagt í gær) - við ættum að spila við guðfræðinga kl. 12:45 og lyfjafræðinga kl. 13:00.

Þetta var í fyrsta sinn í sögu enskudeildarinnar sem teflt var fram knattspyrnuliði. Við komumst ekki í úrslit en erum ósigraðir. 1-1 jafntefli við guðfræðinga (með Fjölnismanninn Pétur Markan í liðinu, hann skoraði ekki á móti mér!) og 2-1 sigur á lyfjafræðingum voru úrslitin. Því miður unnu guðfræðingar lyfjafræðinga með meiri mun og sigruðu því í riðlinum. Svo var bjór.

Og í dag er ég að drepast í lærum, rass og mjöðmum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu