Það er ekki bara allt að fara til helvítis hérna!

Bandarískir þingmenn hafa rifist um það í allan dag hvort þeir eigi að dæla skrilljónum inní bankakerfið til að beila bankana út og forða þeim frá gjaldþroti. Ekki eins og hér þar sem ákvarðanir eru teknar í skjóli nætur eins og þær komi engum við.

Þeir felldu svo tillöguna eftir allt saman og bandaríski verðbréfamarkaðurinn er að hrynja as we speak. Dow Jones hefur fallið um 700 stig bara í dag.

Þetta mun verða til þess að Kaupþing, Landsbankinn, Seðlabanki Íslands, SPRON og hvað þetta drasl heitir allt saman, mun allt fara á hausinn á næstu dögum.

Fréttirnar á Stöð 2 í kvöld minntust lítillega á þessa atkvæðagreiðslu eins og hún skipti ekki miklu máli. Svo kom Geir Haarde í viðtal og sagði að það væri allt í lagi og að þegar hann hefði sagt fyrir nokkrum vikum að Glitnir væri í góðum málum þá hefði hann ekki getað vitað að Lehmann Brothers bankinn myndi fara á hausinn og að það myndi hafa áhrif hér. En nú yrði allt í lagi, honest!

Hann var ekki spurður út í hugsanlegar afleiðingar af væntanlegu megahruni á bandarískum markaði.

RÚV minntist ekki einu orði á þessar stórfréttir af bandarísku fjármálalífi.

Enda kemur þetta okkur sauðsvörtum almúganum ekki við.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu