24 september 2008

Sandkassaleikur

Formaður leikfélagsins Peðsins hringdi í mig í gær í sjokki. Tónlistarstjórinn var öskrandi í tjaldinu á Grand Rokk - í blakkáti auðvitað - og heimtaði að stjórn leikfélagsins kæmi saman og endurskoðaði ákvörðun um verkefnaval vetrarins.

Hann var sem sagt hættur að hrauna yfir leikritið hans Gunnsó - sem honum fannst ömurlegt án þess að hafa lesið handritið og sagði öllum þá skoðun sína - og búinn að ákveða að hitt leikritið sem á að setja upp væri ömurlegt.

Það þarf ekki að taka fram að hann hefur auðvitað ekki lesið handritið.

Sami maður fór fyrir örfáum vikum í kólossal fýlu við leikfélagið af þeirri ástæðu að það skyldi vera til umræðu að notast við tónlist eftir annan aðila en hann sjálfan. Fýlan var svo mikil að hann gerði eins og Albert Guðmundsson í denn þegar sá fór í fýlu við Sjálfstæðisflokkinn. Hann stofnaði klofningshóp út úr leikfélaginu.

Þegar það rann af honum og rann upp fyrir honum að hann var einn í klofningshópnum hringdi hann í mig og sagðist hafa hugsað málið og ákveðið að vera ekki með nein leiðindi.

Og sá ásetningur gleymdist sem sagt í gær - í blakkáti auðvitað.

Engin ummæli: