Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2009

Blóóóóóð!!!

Fólkið heimtaði Blóð og fékk það sem það vildi. Gaman. Höfum reyndar oft spilað betur en þetta var samt frábært. Morðingjarnir líka í miklu stuði á undan okkur. Sjaldan séð þá eins góða. Myndband á jútúb:

Plata og tónleikar

Mynd
Platan er komin í framleiðslu. Kemur út á föstudag eða laugardag. Tónleikar á Grand Rokk á laugardagskvöld uppúr tíu. Mætið, það er frítt inn og veitingar í boði. Morðingjarnir spila líka. Tóndæmi á www.myspace.com/blodblodblod

Spúkí draumur

Rósu dreymdi í nótt að mamma hennar væri að skipa henni að taka Gullu litlu frá okkar frábæru dagmömmu. Rósa var reið og skildi ekki af hverju hún þyrfti að gera þetta. Taka þarf fram að mamma Rósu lést fyrir áratug. En allavega, mamman hélt því fram í draumnum að Gulla þyrfti að vera hjá annarri dagmömmu, í GRAFARholti. Svo Rósa hringdi í dagmömmuna okkar og sagði að Gulla kæmi aldrei aftur til hennar. Úff!

Tengdapabbi kemur sterkur inn

Heyrðu, hann Jón bróðir þinn lenti í því að týna símanum sínum, eða honum var stolið! - Jæja, helvítis óheppni. Já. Eigum við ekki að hringja í hann og gá hvernig gengur að finna símann?

Strætó

Í fyrsta lagi: ég er stundum í leið 5 á morgnana á leið til vinnu. Þegar strætisvagninn lötrast upp úr Ártúnsbrekku og upp á Höfðabakka kemur annar vagn merktur leið 6 á móti. Málið er að leið 6 gengur alls ekki þessa leið! Þetta er allt of leyndardómsfullt. Skýringar óskast! Í öðru lagi: á leið heim úr vinnu í dag skipti ég úr leið 5 í 6 í Ártúni. Fattaði svo eftir korter (ég var að spila Sudoku í símanum) að vagninn var enn á sama stað. Fór fram í og spurði vagnstjórann hvort við værum að bíða eftir einhverju sérstöku. Kom á daginn að farþegi í annarlegu ástandi neitaði að borga farið og neitaði að yfirgefa vagninn. Þannig að bílstjórinn hafði hringt á lögguna. Sem var svona lengi á leiðinni. Komst samt á barinn á endanum.

Var að fatta eitt...

Nokkrum árum eftir að pabbi dó fór mamma að deita austurrískan mann sem gegndi nafninu Josef. Það hefur lítið heyrst frá honum í minni fjölskyldu síðustu árin. Varla er þetta... ...nei, getur ekki verið!

Mér er illt í maganum!!!

Það hlýtur að vera slæmt þegar maður liggur seint um nótt/snemma morguns og er svo kvalinn að hugurinn er farinn að hvísla að manni ógeðslega hluti um ristilkrabba. Samt er þetta bara venjuleg magakveisa... ...vona ég!

Fólkið heimtar blóð

Nafn á nýja bandið hefur verið ákveðið. Hljómsveitin heitir Blóð. Þar með mun platan sem á að koma út um mánaðamótin mars-apríl heita "Fólkið heimtar blóð" sem er nokkuð í takt við tíðarandann á Íslandi. Talandi um hann, átti ekki að vera komið fokking vor? Það er allt á kafi í snjó eina helvítis ferðina enn. Svindl! Oh well. Að minnsta kosti bara þrjár vikur eftir og þá er komið páskafrí. Þá förum við fjölskyldan saman upp á Snæfellsnes að hafa það næs. Eftir páska er vorið alltaf svo skemmtilegt.

Dolly Karton

Lýður, Jón Ásgeir og Bjöggi syngja núna í hljóði: Joly, Joly, Joly, Joly... I'm begging of you please don't take me down...

Move over, Purrkur Pillnikk!

Ég man vel þegar ég eignaðist fyrstu plötuna með Purrki Pillnikk. Á umslaginu stóð: "lifandi upptaka í studio stemmu 1. apríl 1981 síðdegis" og maður var alveg, vá, snöggir að þessu. Nú í gær var nýja hljómsveitin okkar að taka upp fjögurra laga plötu sem kemur út 26. mars næstkomandi. Byrjuðum að taka upp uppúr klukkan tvö, búnir að ganga frá öllum græjum og skila þeim í hús svo tímanlega að ég náði United leik á Grand Rokk, en leikurinn byrjaði korter yfir fimm. Og sándið hjá okkur verður mun betra en á fyrstu plötu Purrks Pillnikks. Lýsi enn eftir nafni á hljómsveitina. Ein tillaga hefur borist en hún hlaut ekki náð.

Er Mánagatan að seljast? - 18. kafli

Póstur kom i gær. Innihélt stimpluð afrit af húsnæðislánaskuldabréfum. Við erum semsagt búin að selja helvítis draslið! Ætlaði að kíkja í fasteignablað moggans um daginn, bara að gamni til að sjá hversu margir aðrir hefðu afrekað þetta sama, að þinglýsa kaupum í vikunni. Og tók eftir því að það var ekkert fasteignablað með mogganum. Frosinn markaður indeed. Og samt seldum við. Geri aðrir betur.

Konur og fjölmiðlar

Silja Bára femínisti var að birta frétt um það að á árinu 2008 hefðu 78% viðmælenda íslenskra fjölmiðla verið karlmenn. Hún lét það ógert að nefna að konurnar sem skipuðu hin 22%in töluðu fjórum sinnum meira en karlarnir.

Tek mark á skoðanakönnunum

Ólíkt framsóknarmönnum og sjálfstæðisfasistum þá tek ég mikið mark á skoðanakönnunum. Geri oftast ráð fyrir að þær hafi í raun og veru verið framkvæmdar og að fólk sem enginn þolir eigi virkilega fáa aðdáendur. Hér til hægri er ljóst að íslenska þjóðin hefur lítinn áhuga á því að ég sé edrú. Marsmánuður er þegar byrjaður og því sjálfkrafa dottinn út. Júlí kemur tæpast til greina þar sem þá á frúin afmæli. OK, ég veit að maður á ekki að nota afsakanir til að drekka. Enda hef ég aldrei þurft neina ástæðu til að fá mér í glas, nema þá að mig langi í glas. Anyways, valkosturinn enginn mánuður er með yfirburðastöðu og aðeins hálfur mánuður eftir af þessari skoðanakönnun. Þegar sá tími er liðinn verður að sjálfsögðu leitað til Davíðs Oddssonar um að taka endanlega ákvörðun í málinu. Og þar sem Davíð er fyllibytta eins og ég, hef ég sáralitlar áhyggjur.

Fyrsta ferðin á slysó

Fékk símtal í dag þar sem ég var í makindum að sötra bjór og íhuga hvenær næsti strætó heim færi. Þá hringdi síminn. Geturðu farið að drífa þig, barnið ælir og ælir og ég ræð ekki við þetta. Þannig að ég dreif mig og var kominn heim korteri síðar. Barnið sofnaði eftir fimm mínútur. En vaknaði svo aftur um hálfníu og hafði skreytt koddann sinn með kvöldmatnum. Þá kom upp úr dúrnum að hún hafði dottið á hausinn hjá dagmömmu. Ég lagði saman tvo og tvo og fékk út heilahristing. Panik! Hringt á taxa. Aldrei nokkurn tímann verið hleypt svona fljótt inn á slysó. Læknirinn var líka kominn eftir hálfa mínútu. Skoðaði litla svínið í smástund, sagðist svo ætla að sækja hitamæli og kom ekki aftur næsta klukkutímann. Sem við álitum vita á gott, því ef læknirinn hefði svona litlar áhyggjur af litla svíninu skyldum við bara slaka á líka. Enda reyndist þetta false alarm og hún sefur nú svefni hinna réttlátu.

Slá í gegn

Húrrei! Nýja pönkbandið mitt er komið með útgáfusamning. Fjögurra laga plata kemur út 26. mars og útgáfutónleikar verða á Grand Rokk tveim dögum síðar. Lögin á plötunni heita: Helvítis fokking fokk Vélinda Höfðatorg Icesave Hvað á hljómsveitin að heita?

Var mér að misheyrast!?

Viss um að ég heyrði auglýsingu í sjónvarpinu áðan. Gott ef það var ekki Helgi heitinn Skúlason sem sagði: Lækjarbrekka, fyrir rómantíska kvöldstund með elskunni þinni. Alltaf sígild, alltaf ljúf. Við hliðina á Núllinu.

Er Mánagatan að seljast? - 17. kafli

Fórum á fund fasteignasala í dag og gengum frá afsali. Það verður sent í þinglýsingu á morgun og allt ætti að vera frágengið í vikulokin. Samt er Kappaflingfling að standa sig í að reyna að standa í vegi fyrir þessu. Fengu pappírana í hendur fyrir 3 vikum en eru enn ekki búnir að drullast til að aflýsa lánunum sem voru borguð upp í byrjun mánaðarins. Sennilega allir starfsmenn of uppteknir við pappírstætarana til þess að sinna öðrum störfum. Watch this space!