03 mars 2009

Tek mark á skoðanakönnunum

Ólíkt framsóknarmönnum og sjálfstæðisfasistum þá tek ég mikið mark á skoðanakönnunum. Geri oftast ráð fyrir að þær hafi í raun og veru verið framkvæmdar og að fólk sem enginn þolir eigi virkilega fáa aðdáendur.

Hér til hægri er ljóst að íslenska þjóðin hefur lítinn áhuga á því að ég sé edrú. Marsmánuður er þegar byrjaður og því sjálfkrafa dottinn út. Júlí kemur tæpast til greina þar sem þá á frúin afmæli.

OK, ég veit að maður á ekki að nota afsakanir til að drekka. Enda hef ég aldrei þurft neina ástæðu til að fá mér í glas, nema þá að mig langi í glas.

Anyways, valkosturinn enginn mánuður er með yfirburðastöðu og aðeins hálfur mánuður eftir af þessari skoðanakönnun. Þegar sá tími er liðinn verður að sjálfsögðu leitað til Davíðs Oddssonar um að taka endanlega ákvörðun í málinu.

Og þar sem Davíð er fyllibytta eins og ég, hef ég sáralitlar áhyggjur.

2 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

"Júlí kemur tæpast til greina þar sem þá á frúin afmæli"
Er það sem sagt einlæg ósk frúarinnar að þú verðir EKKI edrú á afmælinu hennar...?

Bjössi sagði...

Það veit ég ekkert um. En þetta er góð og trúverðug afsökun!