Strætó

Í fyrsta lagi: ég er stundum í leið 5 á morgnana á leið til vinnu. Þegar strætisvagninn lötrast upp úr Ártúnsbrekku og upp á Höfðabakka kemur annar vagn merktur leið 6 á móti.

Málið er að leið 6 gengur alls ekki þessa leið!

Þetta er allt of leyndardómsfullt. Skýringar óskast!

Í öðru lagi: á leið heim úr vinnu í dag skipti ég úr leið 5 í 6 í Ártúni. Fattaði svo eftir korter (ég var að spila Sudoku í símanum) að vagninn var enn á sama stað. Fór fram í og spurði vagnstjórann hvort við værum að bíða eftir einhverju sérstöku.

Kom á daginn að farþegi í annarlegu ástandi neitaði að borga farið og neitaði að yfirgefa vagninn. Þannig að bílstjórinn hafði hringt á lögguna. Sem var svona lengi á leiðinni.

Komst samt á barinn á endanum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu