Fyrsta ferðin á slysó

Fékk símtal í dag þar sem ég var í makindum að sötra bjór og íhuga hvenær næsti strætó heim færi. Þá hringdi síminn.

Geturðu farið að drífa þig, barnið ælir og ælir og ég ræð ekki við þetta.

Þannig að ég dreif mig og var kominn heim korteri síðar. Barnið sofnaði eftir fimm mínútur.

En vaknaði svo aftur um hálfníu og hafði skreytt koddann sinn með kvöldmatnum.

Þá kom upp úr dúrnum að hún hafði dottið á hausinn hjá dagmömmu. Ég lagði saman tvo og tvo og fékk út heilahristing.

Panik! Hringt á taxa. Aldrei nokkurn tímann verið hleypt svona fljótt inn á slysó. Læknirinn var líka kominn eftir hálfa mínútu. Skoðaði litla svínið í smástund, sagðist svo ætla að sækja hitamæli og kom ekki aftur næsta klukkutímann. Sem við álitum vita á gott, því ef læknirinn hefði svona litlar áhyggjur af litla svíninu skyldum við bara slaka á líka.

Enda reyndist þetta false alarm og hún sefur nú svefni hinna réttlátu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu