Fólkið heimtar blóð

Nafn á nýja bandið hefur verið ákveðið. Hljómsveitin heitir Blóð. Þar með mun platan sem á að koma út um mánaðamótin mars-apríl heita "Fólkið heimtar blóð" sem er nokkuð í takt við tíðarandann á Íslandi.

Talandi um hann, átti ekki að vera komið fokking vor? Það er allt á kafi í snjó eina helvítis ferðina enn. Svindl!

Oh well. Að minnsta kosti bara þrjár vikur eftir og þá er komið páskafrí. Þá förum við fjölskyldan saman upp á Snæfellsnes að hafa það næs. Eftir páska er vorið alltaf svo skemmtilegt.

Ummæli

Unknown sagði…
Mér fannst reyndar tillagan Feitibjörn og stubbarnir alger snilld :)

blóð er ekki fyndið nema í splattermyndum
Bjössi sagði…
tjekkaðu www.myspace.com/blodblodblod - að vísu er bara komið eitt röff demó en eftir svona viku verður öll platan aðgengileg.

Blóð er hið eina rétta nafn á þetta band.

Enda er ekki meiningin að þetta sé fyndið. Okkur er alvara.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu