08 mars 2009

Move over, Purrkur Pillnikk!

Ég man vel þegar ég eignaðist fyrstu plötuna með Purrki Pillnikk. Á umslaginu stóð: "lifandi upptaka í studio stemmu 1. apríl 1981 síðdegis" og maður var alveg, vá, snöggir að þessu.

Nú í gær var nýja hljómsveitin okkar að taka upp fjögurra laga plötu sem kemur út 26. mars næstkomandi. Byrjuðum að taka upp uppúr klukkan tvö, búnir að ganga frá öllum græjum og skila þeim í hús svo tímanlega að ég náði United leik á Grand Rokk, en leikurinn byrjaði korter yfir fimm.

Og sándið hjá okkur verður mun betra en á fyrstu plötu Purrks Pillnikks.

Lýsi enn eftir nafni á hljómsveitina. Ein tillaga hefur borist en hún hlaut ekki náð.

1 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

ef þið væruð rockabilly band gætuð þið heitið feitibjörn og stubbarnir. hvernig tónlist eruð þið annars að spila?